„Svínanes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
== Svínanes ==
Sagan segir að [[Guðmundur Heljarskinn]], landnámsmaður á þessum slóðum, hafi haft [[svín]] þar sem nú er Svínanes, og af þeim dragi nesið nafn sitt. Munnmæli herma að svín Guðmundar hafi verið höfð nærri svo nefndum Kumbaravogi. Hvenær búseta hófst á Svínanesi er ómögulegt um að segja, en líklegt þykir að það hafi gerst snemma. Sama ættin byggði jörðina frá 1603, þegar Teitur Halldórsson keypti jörðina í skiptum fyrir nálæga jörð, Kirkjuból, sex málnytakúgildi og 30 hundruð í öðrum gjaldeyri. Síðasti ábúandi jarðarinnar var Aðalsteinn Helgason og kona hans Guðrún Þórðardóttir, fædd á Firði á Skálmarnesi. Þau brugðu búi árið 1959. Séra Árelíus Níelsson prestur, ólst upp um tíma á Svínanesi.
 
Á vestur strönd nesins var bærinn Selsker. Hann fór í eyði [[1955]], eftir að húsmóðirin og önnur heimasætan á bænum fórust þegar bátur fórst á [[Breiðafirði]].
 
Á austur strönd Svínaneshlíðar má finna rústir kotsins Svínanessels. Var þar upprunalega haft í [[sel]]i frá Svínanesi, en um aldamótin [[1900]] og fram á fjóra áratug [[20. öldin|20. aldar]] bjó þar um tíma Kristinn Sigfússon, gjarnan nefndur Kitti í Seli. Aðstæður þóttu mjög erfiðar og mun Kitti helst hafa lifað á góðvild sveitunga sinna. [[Halldór Laxness]] heimsótti Kitta, og telja margir að Kitti hafi, ásamt fleirum, verið fyrirmynd [[Bjartur í Sumarhúsum|Bjarts]] í Sumarhúsum.