„Otho“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
m nafnháttarmerki
Lína 2:
'''Marcus Salvius Otho''' ([[28. ágúst]] [[32]] – [[16. apríl]] [[69]]) var [[Rómaveldi|rómverskur]] [[Rómarkeisari|keisari]] frá [[15. janúar]] til [[16. apríl]] árið [[69]]. Hann var annar keisarinn á [[ár keisaranna fjögurra|ári keisaranna fjögurra]].
 
Otho var vinur [[Neró]]s keisara, þegar þeir voru ungir en vináttan endaði árið [[58]] þegar eiginkona Othos, Poppea Sabina, skildi við hann til að giftast Neró. Otho varð eftir þetta landstjóri í Lucitaniu og þegar [[Galba]] gerði uppreisn gegn Neró árið [[68]] varð Otho einn af fyrstu stuðningsmönnum Galba. Þegar stjórn Galba riðaði til falls snemma árs [[69]], vegna óvinsælda á meðal hermanna og [[rómverska öldungaráðið|öldungaráðsmanna]], hætti Otho styðja hann. Otho fékk þá lífvarðasveit keisarans í lið með sér til þess að taka völdin, og þegar Galba var drepinn 15. janúar 69 af stuðningsmanni Othos varð hann keisari.
 
Nokkrum dögum áður en Otho tók völdin í [[Róm]] höfðu herdeildir í Germaniu Superior hyllt [[Vitellius]], landstjóra í skattlandinu, sem keisara. Otho vildi fresta átökum við Vitellius þangað til honum bærist liðsauki frá herdeildum við [[Dóná]] en í mars hélt Vitellius með sinn herafla til [[Ítalía|Ítalíu]] og hélt Otho þá af stað til að mæta honum. Herir þeirra mættust í bardaga á norður-Ítalíu og vann Vitellius afgerandi sigur. Tveimur dögum seinna, 16. apríl 69, framdi Otho sjálfsmorð og varð Vitellius keisari að honum látnum.