„Tromsø“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m laga tengil
Lína 30:
Heimskautaveiðar hófust upp úr [[1820]] á svæðum frá [[Novaya Zemlya]] til [[Kanada]]. Um [[1850]] var Tromsø orðin mikilvæg miðstöð heimskautsveiðiferða og fór fram úr [[Hammerfest]] í viðskiptatekjum. Við enda [[19. öld|19. aldar]] var Tromsø orðin að mikilvægustu viðskiptaborg á svæðinu. Þá lögðu margir heimskautsleiðangrar upp þaðan: landkönnuðir á borð við [[Roald Amundsen]], [[Umberto Nobile]] og [[Fridtjof Nansen]] nýttu sér þekkingu íbúa Tromsø á aðstæðum á heimskautinu og fengu oft áhafnir sínar úr borginni. Norðurljósarannsóknarstöðin var stofnuð þar [[1927]].
 
Á meðan á [[seinni heimstyrjöld]] stóð fluttist ríkisstjórn [[Noregur|Noregs]] til Tromsø meðan suðurhluti [[Noregur|Noregs]] var undir völdum [[Nasismi|Nasista]]. Borgin slapp úr stríðinu án nokkurs skaða en þó sökk þýska orustuskipið [[Tirpitz]] utan strandar Tromsøy þann [[12. nóvember]] [[1944]]. Þá létust um 1000 [[Þýskaland|þýskir]] hermenn. Í lok stríðsins komu þúsundir flóttamanna úr [[Finnmörk]] sem flúðu eyðileggingu Nasista sem bjuggust undir innrás [[Rauði Herinnherinn|Rauða hersins]].
 
Eftir [[seinni heimsstyrjöld|seinni heimstyrjöld]] byggðist borgin upp hratt. Flugvöllur opnaði á norðurhluta Tromsøy árið [[1964]] og háskólinn í Tromsø var stofnsettur [[1972]]. Norska Heimskautastofnunin fluttist til Tromsø frá Oslo árið [[1998]]. Árið [[2004]] fóru um 1.5 milljón farþegar um flugvöllinn í Tromsø.