„Nýnorska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: os:Нюнорск
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Það var hinn sjálfmenntaði málfræðingur [[Ivar Aasen]] sem fremur öðrum skapaði nýnorsku í kringum miðja [[19. öld]]. Í takt við þjóðernisvakningu þess tíma óskaði hann sér að til væri hreinna mál og líkara bæði talmáli sveitanna og [[fornnorræna|fornnorrænu]] en þeirri [[danska|dönsku]] sem var eina opinbera ritmálið í Noregi á þessum tíma. Aasen ferðaðist um Noreg á áratugunum [[1840]]-[[1850]] til að viða að sér efni til að skapa nýtt ritmál.
 
Mállýskurnar, sem nýnorska byggir á, bera oft einkenni kreólamála. Það þýðir að talmálið hefur orðið til við blöndun tveggja eða fleiri tungumála. Í mállýskunum í Vestur-Noregi hefur þetta gerst við samruna norrænu, miðlágþýsku og dönsku.
 
Miðlágþýskan fylgdi Hansakaupmönnum til Vestur-Noregs frá því seint á 14. öld. Hún hafði einnig mikil áhrif á danskt embættismannamál fram eftir öldum og á öll tungumál á áhrifasvæði Hansakaupmanna og Dana. Danskan var hið opinbera tungumál Noregs fram á síðustu öld.
 
Í upphafi blandast málin þannig að ólíkir málhópar búa til mjög einfaldað tungumál vegna hversdagslegra og daglegra samskipta - svokallað pidgin-mál. Málkerfið einfaldast og orð eru í fyrstu fá. Síðan breytist pidgin-málið í fullveðja tungumál, sem verður móðurmál nýrra kynslóða.
 
Nýja málið hefur oft einfalda málfræði, fáar beygingar og stundum bara eitt kyn. Orðaforðinn er blandaður og sóttur til hinna upprunalegu tungumála í ólíkum hlutföllum eftir stöðum. Það verða til margar líkar mállýskur. Sérstaklega á það við ef langur tími líður áður en nýja talmálið verður að opinberu máli og fær staðlað ritmál. Í Vestur-Noregi þróaðist þetta nýja mál frjálst í nær fimm aldir áður en Ivar Aasen byrjaði að leita að sameiginlegum málfræðilgum einkennum og gaf út fyrstu orðabókina.
 
Í vestur-norsku mállýskunum heyrast áhrif norrænunnar enn greinilega þótt miðlágþýska, og ekki síst danska, móti málfarið í ríkum mæli.
 
Baráttan fyrir nýnorskunni var og er enn oft mjög heit og nátengd þjóðernisímynd Norðmanna. Notkun nýnorskunnar jókst stöðugt frá því hún var sköpuð fram að seinni heimsstyrjöldinni. Þá valdi um 40% nemenda að nota hana í stað bókmáls. Eftir það hefur hún hins vegar átt í vök að verjast.