Munur á milli breytinga „Draumur“

1 bæti bætt við ,  fyrir 11 árum
m (robot Bæti við: tl:Panaginip)
(→‎Draumakenningar: leita að)
Þekktustu hugmyndir um tilgang drauma eru komnar frá [[sálgreining|sálgreinandanum]] [[Sigmund Freud]] sem setti fram kenningar sínar um 1900. Í þá daga lítið sem ekkert vitað um þá heilastarfsemi sem einkennir [[draumsvefn]], en [[vísindi|vísindalegar]] [[rannsókn]]ir á [[svefn]]i hófust ekki fyrr en á þriðja áratug 20. aldar. Þar sem Freud gat ekki rennt vísindalegum stoðum undir kenningu sína lagði hann megináherslu á inntak drauma, eins og almenningur hefur gert í gegnum tíðina, og greindi hundruð drauma. Með því að greina drauma fólks taldi Freud sig geta skyggnst inn í [[dulvitund]] fólks. Eins og flestar kenningar Freuds hafa samt draumakenningar hans verið umdeildar innan [[sálfræði]], svo ekki sé meira sagt, og sumir sálfræðingar afneita þeim alfarið og telja þær ekki til [[vísindi|vísinda]] heldur [[hjáfræði|hjáfræða]].
 
Rétt eins og Freud greindi sálfræðingurinn [[J. Allan Hobson]] fjölda drauma og rannsakaði eðli þeirra. Ólíkt Freud byggði Hobson sínar niðurstöður á þeirri vísindalegu þekkingu sem hefur fengist með heilarannsóknum síðustu áratugina. Menn hættu að leita af duldum skilaboðum í draumum og fóru þess í stað að rannsaka [[formgerð]] þeirra. Þá er ekki verið að tala um [[smættarhyggja|smættarhyggju]] sem gengur út á að skýra drauma einvörðungu sem [[aukaafurð]] [[heilabylgja|heilabylgna]] í [[bliksvefn]]i heldur viðhorf í anda [[hugfræði]]nnar. Reynt er að komast að því hvaða áhrif [[skynjun]], [[hugsun]] og [[tilfinningalíf]]ið hafa á drauma. Í því samhengi eru draumar vissulega áfram mikilvægt rannsóknarefni.
 
== Heimild ==
12.800

breytingar