„Hólavallagarður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Reykjavik-HolavallakgHolavallagardur 01.jpg|thumb|right|Hólavallagarður á sólríkum degi.]]
'''Hólavallagarður''' (oft kallaður ''Suðurgötukirkjugarður'' eða ''Hólavallakirkjugarður'') er stór [[kirkjugarður]] í vesturbæ [[Reykjavík]]ur. Fyrst var grafið í hann árið [[1838]] og er hann stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá [[19. öld]]. Hann tók við af kirkjugarði [[Víkurkirkja (Reykjavík)|Víkurkirkju]] sem stóð þar sem nú er torg á horni [[Aðalstræti]]s og [[Kirkjustræti]]s. Að honum liggja [[Suðurgata]] í austri, [[Hringbraut]] í suðri, [[Ljósvallagata]] í vestri og [[Hólatorg]] og [[Kirkjugarðsstígur]] í norðri. Elsti hlutinn er sá sem er næstur miðbænum, norðausturhornið. Nærri garðinum miðjum er klukknaport. Þegar búið var að úthluta öllum gröfum í garðinum árið [[1932]] tók [[Fossvogskirkjugarður]] við sem aðalkirkjugarður borgarinnar. Enn er þó stundum grafið í honum, í gamla fjölskyldugrafreiti sem hafa verið fráteknir lengi. Árið [[2003]] voru 28 grafnir þar, ýmist í kistum eða duftkerjum. [[Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma]] sjá um garðinn. Hann þjónar einnig sem [[grenndarskógur]] fyrir [[Melaskóli|Melaskóla]].