Munur á milli breytinga „Viskí“

3 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
m
Framleiðsla viskís er fremur flókið ferli sem býður upp á mikinn fjölbreytileika afurða. Helstu skrefin eru þó í meginatriðum svipuð á milli framleiðenda og fer hér á eftir gróf lýsing á almennu ferli. Fyrstu skrefin minna nokkuð á [[bjór (öl)|bjórgerð]], en það má með nokkrum sanni halda því fram að viskí sé einfaldlega eimaður og þroskaður bjór.
===[[Mesking]]===
Kornið er fyrst malað í heppilega kornastærð og því blandað saman við volgt vatn í svokallaðsvokölluðu meskikermeskikeri. Blandan er hituð með hægri hræringu upp að 64°C, en við það hitastig hafa [[amýlasi|amýlasar]] kornsins mesta virkni og brjóta nú niður [[sterkja|sterkju]] kornsins í [[tvísykra|tvísykrur]] og aðrar smærri einingar. Þegar seigfljótandi vökvinn hefur verið við 64°C í hér um bil hálfa klukkustund er hann þynntur og hitastigið hækkað til að draga sem mest af sykrunum úr hratinu og í vökvann. Algengt er að vökvinn nái um 85°C og sé látinn standa við það hitastig í um 15 mínútur.<ref name=Bruce-Gardyne> T. Bruce-Gardyne (2002) ''The Scotch whisky book''. Lomond Books. Edinburgh.</ref> Hratið er nú skilið frá og vökvinn, sem nú nefnist ''[[meski]]'', er kældur.
 
===[[Gerjun]]===