Munur á milli breytinga „Viskí“

5 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
m
 
===[[Brennsla áfengra drykkja|Brennsla]]===
Þessu næst er gambrinn ''brenndur'' eða ''soðinn'', en sú aðgerð er í raun tvö- til þreföld [[eiming]] í þar til gerðum ''kötlum'' eða ''eimum''. Í hverri viskíbrennslu eru því að minnsta kosti tveir koparkatlar, ''gambraketillinn'' (e. ''wash still'') og ''brenniketillinn'' (e. ''spirit still''). Koparinn[[Kopar]]inn í kötlunum leikur lykilhlutverk, því hann hvarfast við eiminn og fjarlægir úr honum ýmis brennisteinssambönd sem annars gæfu óþægilegt bragð.<ref name=Bruce-Gardyne></ref> Hér er gambrinn soðinn og eimnum safnað þar til áfengisstyrkurinn er hér um bil 75%. Þéttur eimurinn er síðan þynntur lítillega með vatni (algengur lokastyrkur er um 70% alkohól).<ref name=Jackson>M. Jackson (1994) ''Michael Jackson's malt whisky companion''. Dorling Kindersley.</ref>
 
===[[Þroskun matvæla|Þroskun]]===
Að brennslu lokinni er vökvanum dælt í ámur þar sem hann þroskast í nokkurn tíma. Lögum samkvæmt skal skoskt viskí þroskast í að minnsta kosti þrjú ár. Þroskunin felst meðal annars í því að vínandinn gufar upp að hluta og vökvinn sem eftir situr drekkur í sig litar-, ilm- og bragðefni úr viðnum. Best þykir að tunnurnar séu úr eik og hafi áður innihaldið [[púrtvín]] eða [[vín|rauðvín]].