Munur á milli breytinga „Viskí“

2 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
m
(byrja á þessu)
 
Kornið er fyrst malað í heppilega kornastærð og því blandað saman við volgt vatn í svokallaðri meskitunnu. Blandan er hituð með hægri hræringu upp að 64°C, en við það hitastig hafa [[amýlasi|amýlasar]] kornsins mesta virkni og brjóta nú niður [[sterkja|sterkju]] kornsins í [[tvísykra|tvísykrur]] og aðrar smærri einingar. Þegar seigfljótandi vökvinn hefur verið við 64°C í hér um bil hálfa klukkustund er hann þynntur og hitastigið hækkað til að draga sem mest af sykrunum úr hratinu og í vökvann. Algengt er að vökvinn nái um 85°C og sé látinn standa við það hitastig í um 15 mínútur.<ref name=Bruce-Gardyne> T. Bruce-Gardyne (2002) ''The Scotch whisky book''. Lomond Books. Edinburgh.</ref> Hratið er nú skilið frá og vökvinn, sem nú nefnist ''[[meski]]'', er kældur.
===[[Gerjun]]===
Meskið fer nú í [[gerjunartankur|gerjunartank]] og [[ger]]i sáð út í. Gersveppurinn, sem venjulega er af tegundinni ''Saccharomyces cerevisiae'' gerjar sykrurnar úr korninu og myndar [[etanól|alkohól]] ásamt bragðefnum og [[koldíoxíð]]i. Við gerjunina myndast einnig varmi og helst hitastigið í gerjunartankinum við um 35°C á meðan á gerjun stendur, en hún tekur venjulega um þrjá sólarhringa. Afurðin, sem inniheldur um 5 til 10% alkohól, nefnist ''[[gambri]]'' og minnir um margt á bjór.
 
===[[Brennsla áfengra drykkja|Brennsla]]===
Þessu næst er gambrinn ''brenndur'' eða ''soðinn'', en sú aðgerð er í raun tvö- til þreföld [[eiming]] í þar til gerðum ''kötlum'' eða ''eimum''. Í hverri viskíbrennslu eru því að minnsta kosti tveir koparkatlar, ''gambraketillinn'' (e. ''wash still'') og ''brenniketillinn'' (e. ''spirit still''). Koparinn í kötlunum leikur lykilhlutverk, því hann hvarfast við eiminn og fjarlægir úr honum ýmis brennisteinssambönd sem annars gæfu óþægilegt bragð.<ref name=Bruce-Gardyne></ref> Hér er gambrinn soðinn og eimnum safnað þar til áfengisstyrkurinn er hér um bil 75%. Þéttur eimurinn er síðan þynntur lítillega með vatni (algengur lokastyrkur er um 70% alkohól).<ref name=Jackson>M. Jackson (1994) ''Michael Jackson's malt whisky companion''. Dorling Kindersley.</ref>