„Neró“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Muninn (spjall | framlög)
Lína 63:
 
===Bruninn mikli===
Að kvöldi [[18. júlí]] eða aðfaranótt [[19. júlí]] [[64]] braust út eldur í nokkrum búðum í suðaustanverðum [[Circus Maximus|Hringnum Mikla]]. Eldurinn brann í 9 daga. [[Tacitus]] skrifaði að Neró hafi séð eldana brenna úr Maecenas turninum og sagt frá því að í bjarma loganna hafi hann sungið hans venjubundna sviðshlutverk. Aðrir herma ([http://www.perseus.tufts.edu/cgi-bin/ptext?lookup=Tac.+Ann.+15.1 Tacitus, ''Ann.'' xv]; [http://penelope.uchicago.edu/Thayer/E/Roman/Texts/Suetonius/12Caesars/Nero*.html#38 Suetonius, ''Nero'' xxxvii]; [http://penelope.uchicago.edu/Thayer/E/Roman/Texts/Cassius_Dio/62*.html Dio Cassius, ''R.H.'' lxii].) að Neró hafi leikið á hörpu og sungið á Quirinalis hæðinni. Enn aðrir segja að Neró hafi verið órþeytandi í að leita frétta af brunanum og skipulagt aðstoð við þá sem þess þurftu.
 
Vitað er að Neró bauð heimilislausum skjól og kom í veg fyrir hungur með matarútdeilingu og við endurbyggingu [[Róm]]ar voru götur hafðar breiðari og hús byggð úr múrsteinum. ÞátturEinn þáttur í endurreisninniendurbyggingunni var bygging hallarinnar [[Domus Aurea]].
 
Almannarómur snerist fljótlega gegn Neró og var honum kennt um brunann og að hann hefði ætlað sér að reisa nýja borg á rústum Rómar og kenna hina nýju borg við sjálfan sig ''Neropolis''. Tacitus reitritaði að Neró hefði notað brunann til að koma sök á kristna menn, að í ''fyrstu hefðu þeir sem hefðu játað verið teknir höndum, síðar fleiri, og ekki einungis vegna aðildar að brunanum heldur og vegna haturs þeirra í garð manna. Áður en hinir handteknu voru teknir af lífi voru þeir hafðir til sýnis öðrum til skemmtunar, þar sem dýr drápu þá og hundar rifu í sig líkin'' Tacitus [http://www.perseus.tufts.edu/cgi-bin/ptext?lookup=Tac.+Ann.+15.44 ''Annales'', xv.44]. Ekki hafa fundist aðrar heimildir fyrir því að Neró hafi í annan tíma að Neró hafi misbeitt valdi sínu gegn kristnum mönnum. Ekki er ljóst hvort hinir handteknu hafi verið teknir höndum vegna trúar sinnar eða hvort að þeir voru kristnir hafi verið tilviljun. Líkum hefur verið leitt að því að Poppaea hafi haft samúð með Gyðingum í Róm og fyrir hennar tilstilli hafi Neró látið til skara skríða.
 
Neró hækkaði skatta til að fjármagna endurbyggingu Rómar. Órói ríkti í Róm eftir brunann og er talið að Neró hafi fundist hann þurfa að kenna einhverjum um brunann.