„Norska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
NRN (Nynorsk)
}}
'''Norska''' ([[norska]]: ''norsk'') er [[tungumál]] sem talað er í [[Noregur|Noregi]].
 
'''Norska''' ([[norska]]: ''norsk'') er [[norræn tungumál|norrænt mál]] sem er hluti af [[Germönsk tungumál|germanskri]] grein [[Indó-Evrópsk mál|indóevrópsku]] málaættarinnar. Norska hefur þróast úr [[fornnorræna|fornnorrænu]] svipað hinum [[vesturnorræna|vesturnorrænu]] málunum en hefur orðið fyrir miklum [[danska|dönskum]] áhrifum vegna þess að frá [[16. öld|16.]] og fram á [[19. öld]] var danska eina ritmálið í [[Noregur|Noregi]]. (Danmörk og Noregur voru í [[ríkjasamband|ríkjasambandi]] frá [[1380]] til [[1814]]). Töluð norska og töluð [[sænska]] eru gagnkvæmt skiljanleg, eins er með dönsku en er það þó ekki eins auðvelt. Hins vegar er skrifuð norska (sérlega [[bokmál]]) og danska afar lík.
{{Wiktionary|norska}}
 
{{Stubbur}}
 
===Mállýskur===
 
Norskt [[talmál]] einkennist af miklum [[mállýska|mállýsku]] mun. Það er nánast einstakt í heiminum að mállýskur hafi formlega jafn sterka stöðu eins og þær hafa í Noregi. Þótt skylt sé að nota bæði opinberu málin í skólakerfinu er notkun mállýskna mjög útbreidd hvort heldur er í ríkisútvarpi, á opinberum samkomum eða í einkasamtölum. Þéttbýlismyndunin hefur þó smám saman jafnað út mállýskumuninn en það hefur svo orðið til þess að svæðisbundnum málaafbrigðum hefur fækkað. Helstu mállýskusvæðin nú á dögum eru í Vestur-Noregi. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algengt hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál.
 
===Tvö ritmál===
 
Í norsku eru tvö opinber ritmál:
 
* [[bókmál]] (bokmål): ritmál sem einkennist mjög af dönskum áhrifum eftir mörg hundruð ára stjórn dana;
* [[nýnorska]] (nynorsk): ritmál sem var búið til af [[Ivar Aasen]] um miðja [[19. öld]] og byggði hann það aðallega á vesturnorskum mállýskum sem hann áleit minnst mengaðar. Nýnorska hefur á seinni árum verið aðlöguð talmáli í [[Nordland]], [[Troms]] og strandhéruðum í kring um [[Telemark]] og [[Vestfold]].
Um 85.3% nemenda í norskum grundskólum hafa valið að nota bókmál og um það bil 14.5% nýnorsku. Allir nemendur verða þó að læra bæði málaformin. Þess er krafist að opinberir starfsmenn geti skrifað bæði málin.
 
== Málfræðiágrip ==
 
Fjöldi kynja nafnorða í norsku eru nokkuð umdeild en eru oftast talin þrjú: karlkyn (k), kvenkyn (kv) og hvorukyn (h).
 
{|
|-
| colspan=5 | Bókmáll
|-
| kk.: || en gutt || gutten || gutter || guttene
|-
| || (drengur) || (drengurinn) || (drengir) || (drengirnir)
|-
| kv.: || en/ei dør || døren/døra || dører || dørene
|-
| || (dyr) || (dyrar) || (dyr) || (dyrnar)
|-
| h.: || et hus || huset || hus || husene/husa
|-
| || (hús) || (húsið) || (hús) || (húsin)
|}
 
 
{|
|-
| colspan=5 | Nýnorska
|-
| kk.: || ein gut || guten || gutar || gutane
|-
| || (drengur) || (drengurinn) || (drengir) || (drengirnir)
|-
| kvk.: || ei sol || sola/soli || soler || solene
|-
| || (sól) || (sólin) || (sólir) || (sólirnar)
|-
| || ei kyrkje/ || kyrkja || kyrkjer/ || kyrkjene/
|-
| || kyrkja || || kyrkjor || kyrkjone
|-
| || (Kyrkja) || (kyrkjan) || (kyrkjur) || (kyrkjurnar)
|-
| hvk.: || eit hus || huset || hus || husa/husi
|-
| || (hús) || (húsið) || (hús) || (húsin)
|}
 
== Nokkur dæmi ==
 
Hér eru nokkur dæmi um muninn á bókmáli og nýnorsku samanborið við dönsku, sænsku og íslensku:
 
*B=Bókmál
*D=Danska
*N=Nýnorska
*S=Sænska
*Í=Íslenska
 
B/D: Jeg kommer fra Norge<br/>
N: Eg kjem frå Noreg.<br/>
S: Jag kommer från Norge<br/>
Í: Ég kem frá Noregi
 
B: Hva heter han?<br/>
D: Hvad hedder han?<br/>
N: Kva heiter han?<br/>
S: Vad heter han?<br/>
Í: Hvað heitir hann?
 
B/D: Dette er en hest.<br/>
N: Dette er ein hest.<br/>
S: Detta är en häst.<br/>
Í: Þetta er hestur.
 
B: Regnbuen har mange farger.<br/>
D: Regnbuen har mange farver.<br/>
N: Regnbogen har mange fargar.<br/>
S: Regnboginn hefur marga liti.
 
== Tengt efni ==
 
{{Wikipedy|Norska}}
*[http://www.nynorsk.no/ nynorsk.no - nyheter om nynorsk]
*[http://www.nm.no/ Noregs Mållag]
*[http://www.nynorsk.no/nmu Norsk Målungdom]
*[http://www.riksmalsforbundet.no Riksmålsførbundet]
 
[[Flokkur:Norræn tungumál]]
[[Flokkur:Germönsk tungumál]]