„Johnny Cash“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Holger Páll (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Holger Páll (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
== San Quentin ==
Eftir langa og erfiða baráttu við eiturlyf, þar sem litlu mátti muna að eiturlyfin yrðu honum að aldurtilla, náði Johnny Cash sér aftur á strik. Hann hafði nýlega komið fram edrú í fyrsta skipti í um áratug og fékk þá hugmynd að halda tónleika í fangelsi. Fyrstu tónleikarnir af því tagi voru haldnir í Folsom fangelsinu sem lag hans ''Folsom Prison Blues'' heitir eftir. Árið 1969 hélt hann tónleika í San Quentin fangelsinu sem voru bæði hljóðritaðir og myndritaðir, þar frumflutti hann meðal annars lag eftir Shel Silverstein, ''A boy named Sue'', sem varð hans söluhæsta lag. Johnny Cash heyrði lagið í fyrsta skipti í veislu sem hann og síðari kona hans, June Carter, héldu kvöldið fyrir tónleikana í San Quentin en gestirnir í þeirri veislu voru meðal annars Bob Dylan, Joni Mitchell, Kris Kristofferson, Graham Nash og Shel Silverstein. Daginn eftir stakk June upp á því að hann mundi flytja ''A boy named Sue'' á tónleikunum í San Quentin. Honum leist ekki vel á það í byrjun og fannst tíminn ansi naumur til þess að læra lagið en gaf eftir að lokum. Þegar hann hafði safnað nægum kjark til að flytja lagið setti hann textann á nótnastatíf fyrir framan sig og hóf upp raust sína. Johnny söng-las textann og hljómsveitin spilaði melódíuna af fingrum fram en móttökurnar létu ekki á sér standa. Fangarnir trylltust þegar Johnny Cash öskraði ögrandi og einkennandi texta lagsins. „My name is Sue! How do you Do? Now you gonna die!“ Hann hafði náð föngunum algjörlega á sitt band. Seinna hafði hann á orði að gráir fyrir járnum hefðu fangaverðirnir verið logandi hræddir. Fangarnir voru orðnir algjörlega stjórnlausir og meðan á seinni endurflutningi lagsins ''San Quentin'' stóð, lag sem hann hafði samið fyrir tilefnið, hefði hann aðeins þurft að segja ‚uppreisn!‘ og þá hefði allt farið á annan endann. „Ég vissi að ég hafði tökin á föngunum og það eina sem ég hefði þurfta að segja var: „Gerið uppreisn! Takið yfir!“ og þá hefðu þeir gert það. Verðirnir vissu það líka, það var freistandi en mér var hugsað til June og Carter fjölskyldunnar sem voru stödd þarna með mér svo ég sat á mér. Ég var virkilega tilbúinn fyrir smá æsing.“
 
== Heimildir ==
* Carpozi Jr., George ''The Johnny Cash Story''. Pyramid Books, New York 1970
* Stambler, Irwin ''Encyclopedia of pop, rock & soul'' – Revised Edition. Macmillan, London 1989
* Urbanski, Dave ''The Man Comes Around – The Spiritual Journey of Johnny Cash''. Relevant Books, Bandríkjunum 2003
 
 
[[Flokkur:Bandarískir tónlistarmenn|Cash, Johnny]]