„Alfreð Flóki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Bernskuár ==
Hann fæddist á Óðinsgötu í [[Reykjavík]]. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir Nielsen og Alfreð Nielsen. Guðrún var dóttir Ingibjargar og Guðmundar Helgasonar frá Reykjum. Alfreð Nielsen var danskur í föðurætt, faðir hans hét Niels Christian Nielsen og vann hjá Det forenede Dampskibselskab DFDS, móðir hans hét Guðlaug Ólafsdóttir. Foreldrar Ingibjargar fluttust að Hlíð í Reykjavík árið 1917. Þau fluttu þaðan á Óðinsgötu 4 þar sem Guðmundur hafði reist stórhýsi og þar ólst Alfreð Flóki upp fyrstu tólf árin sín. Þaðan Fluttiflutti Alfreð Flóki og fjölskyldan hans á Bárugötu 18.<ref>Nína Björk Árnadóttir (1992): 8, 9, 17.</ref>
 
Alfreð Flóki fæddist fyrir tímann, móðir hans var sex mánuði á sjúkrahúsinu með blauta lungnabólgu og því tók Ingibjörg móðuramma Flóka að annast hann á meðan. Upp frá því svaf hann alltaf inni hjá ömmu sinni á Óðinsgötunni, hann kallaði ömmu sína alltaf mömmu en móður sína kallaði hann Tótu.<ref>Nína Björk Árnadóttir (1992): 8-9.</ref>
 
== Menntun og störf ==