„Uppruni lífs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Réttur titill á íslensku: gríska orðið historia þýðir rannsókn, engin saga sögð í ritinu
Oddurv (spjall | framlög)
eilítið nánar um Aristóteles og sjálfkviknun
Lína 8:
===Sjálfkviknun===
{{aðalgrein|Sjálfskviknun}}
Sjálfkviknunarkenningin er venjulega rakin til [[Anaxímandros]]ar frá [[Míletos]] sem uppi var á [[6. öld f.Kr.|6. öld f.o.t.]], en sú útgáfa hennar sem mest var stuðst við á [[miðaldir|miðöldum]], og raunar allt fram á [[19. öld]] var tekin saman af [[Aristóteles]]i á [[4. öld f.Kr.|4. öld f.o.t.]] og kemur einna skýrast fram í 5. bók ''Rannsókna á dýrum''<ref name="Aristóteles_Rannsóknir á dýrum">{{cite book | last = Aristóteles | first = | coauthors = | title = The History of Animals (í enskri þýðingu D'Arcy Wentworth Thompson) | publisher = The Internet Classics Archive| year = 1994-2000 | isbn = }} http://classics.mit.edu//Aristotle/history_anim.html</ref>. Kenningnin, sem raunar stangast nokkuð á við hugmyndir Aristótelesar um sálina (''psykke'') og hvernig hún berst milli kynslóða við æxlun, var í grófum dráttum á þá leið að auk æxlunar geti bæði plöntur og dýr fjölgað sér með sjálfkviknun á óútskýrðan hátt. Seinni tíma hugsuðir settu svo fram kenningar á þá lund að allir hlutir, jafnt dauðir sem lifandi, innihéldu ''lífsandann''. Þegar aðstæður urðu hagstæðar hvað varðar hlutföll [[frumefnin fimm|frumefnanna fimm]] kviknaði líf og fullmótuð lífvera varð til í einu vetfangi. Kenningin var álitin útskýra fyrirbrigði eins og tilurð [[froskar|froska]] í regnblautum aur og [[maðkaflugur|möðkun]] kjöts og mjöls.
 
Á [[17. öld]] fóru að koma fram brestir í sjálfkviknunarkenningunni. Rannsóknir [[William Harvey|Williams Harvey]] og fleiri lækna og líffærafræðinga gáfu til kynna að öll dýr, jafnt smá sem stór, kæmu úr eggi (''omne vivum ex ovo'') og [[Francesco Redi]] sýndi fram á það á sannfærandi hátt að kjöt maðkar ekki ef flugum er haldið frá því. Sjálfkviknunarsinnum óx þó ásmegin þegar [[Antonie van Leeuwenhoek]] uppgötvaði [[örvera|örverur]] skömmu síðar og var það viðtekinn sannleikur í vísindaakademíunum í [[Royal Society|London]] og [[Académie des sciences|París]] á [[18. öld]] að bakteríur og aðrar örverur verði til fyrir sjálfkviknun þrátt fyrir að „æðri lífverur“ eigi sér alltaf áa. Ekki voru þó allir sáttir við þennan vísdóm. [[Lazzaro Spallanzani]] við háskólann í [[Pavia]] framkvæmdi umfangsmiklar tilraunir með hitun örvera í næringarríku seyði og taldi sig hafa sýnt fram á að örverur þyrftu að berast í seyðið, til dæmis með lofti, til að [[vöxtur örvera|vöxtur]] gæti átt sér stað, en það var ekki fyrr en [[Louis Pasteur]] endurbætti og endurtók tilraunir Spallanzanis [[1859]] sem sjálfkviknunarkenningin þótti endanlega [[hrekjanleiki|hrakin]].