„Uppruni lífs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
m vantaði orð
Oddurv (spjall | framlög)
Tek loks til við þetta aftur. Afsakið töfina!
Lína 11:
 
Á [[17. öld]] fóru að koma fram brestir í sjálfkviknunarkenningunni. Rannsóknir [[William Harvey|Williams Harvey]] og fleiri lækna og líffærafræðinga gáfu til kynna að öll dýr, jafnt smá sem stór, kæmu úr eggi (''omne vivum ex ovo'') og [[Francesco Redi]] sýndi fram á það á sannfærandi hátt að kjöt maðkar ekki ef flugum er haldið frá því. Sjálfkviknunarsinnum óx þó ásmegin þegar [[Antonie van Leeuwenhoek]] uppgötvaði [[örvera|örverur]] skömmu síðar og var það viðtekinn sannleikur í vísindaakademíunum í [[Royal Society|London]] og [[Académie des sciences|París]] á [[18. öld]] að bakteríur og aðrar örverur verði til fyrir sjálfkviknun þrátt fyrir að „æðri lífverur“ eigi sér alltaf áa. Ekki voru þó allir sáttir við þennan vísdóm. [[Lazzaro Spallanzani]] við háskólann í [[Pavia]] framkvæmdi umfangsmiklar tilraunir með hitun örvera í næringarríku seyði og taldi sig hafa sýnt fram á að örverur þyrftu að berast í seyðið, til dæmis með lofti, til að [[vöxtur örvera|vöxtur]] gæti átt sér stað, en það var ekki fyrr en [[Louis Pasteur]] endurbætti og endurtók tilraunir Spallanzanis [[1859]] sem sjálfkviknunarkenningin þótti endanlega [[hrekjanleiki|hrakin]].
 
===Súpukenningin===
[[Mynd:Aleksandr Oparin and Andrei Kursanov in enzymology laboratory 1938.jpg|thumb|right|[[Aleksandr Oparin]] (t.h.) og [[Andrei Kursanov]] á rannsóknastofu í ensímefnafræði 1938.]]
Eftir að Pasteur, [[John Tyndall|Tyndall]] og fleiri höfðu endanlega hrakið sjálfkviknunarkenninguna og ljóst var að allar lífverur hljóta að eiga sér áa, stóð eftir ósvöruð spurningin um hvernig fyrsta lífveran, ái allra núlifandi lífvera, varð til. [[Charles Darwin|Darwin]] var einn þeirra sem veltu þessarri spurningu fyrir sér. Í bréfi til grasafræðingsins [[Joseph Hooker]] skrifar hann<ref name="GudmEgg_2008">{{cite book | last = Guðmundur Eggertsson | first = | coauthors = | title = Leitin að uppruna lífs | publisher = Reykjavík: Bjartur. | year = 2008 | isbn = 978-9979-657-26-2}}</ref>:
{{Tilvitnun2|Oft er sagt að öll skilyrði fyrir frummyndun lífvera sem nokkurn tíma gætu hafa verið fyrir hendi séu það einnig nú á tímum. En ef (og, ó, hversu stórt ef) hægt væri að hugsa sér að í lítilli, heitri tjörn með réttum styrk af ammoníaki og fosfórsöltum, ljósi, hita, rafmagni o.s.fr.v., hafi myndast prótínsamband sem gæti hafa gengist undir æ flóknari breytingar. Nú á tímum mundi slíkt efni þegar í stað vera étið eða tekið upp, en slíkt hefði ekki gerst áður en lífverur höfðu verið myndaðar|Charles Darwin (þýð., [[Guðmundur Eggertsson]])||}}
Þessar óformlegu vangaveltur Darwins eru glettilega keimlíkar hugmyndum sem fram komu all löngu síðar, eiga grunn sinn í rannsóknum annars vegar rússneska lífefnafræðingsins [[Aleksandr Oparin]] og hins vegar enska erfðafræðingsins [[J. B. S. Haldane]], og ganga gjarnan undir samheitinu „súpukenningin“ (e. ''Primordial Soup Theory'').
 
Í bók Oparins um uppruna lífsins sem fyrst kom út á rússnesku 1924 bendir hann á að [[súrefni]] [[andrúmsloft]]sins kemur í veg fyrir myndun ýmissa þeirra lífrænu efna sem ætla má að til staðar þurfi að vera svo líf geti myndast. Aðstæður hafi, hins vegar, verið allt aðrar í árdaga. Hann leggur til að einhvers konar [[ýrulausn]] lífrænna efna hafi myndast við loftfirrtar aðstæður fyrir tilstilli sólarljóss. Í ýrunum hafi átt sér stað frumstæð efnaskipti og þær hafi „vaxið“ og „fjölgað sér“ með því að renna saman og sundur<ref>Oparin, A. I. (1924) ''Proiskhozhozhdenie zhizny'' (ensk þýðing eftir Ann Synge bls. 199-234 í J. D. Bernal (1967) ''The Origin of Life''. London: Weidenfeld and Nicholson.)</ref>. Haldane birti á svipuðum tíma hugleiðingar þess efnis að í hafinu hafi í árdaga myndast „heit, þunn súpa“ sameinda sem gátu eftirmyndast, en það leiddi af sér myndun fyrstu lífveranna<ref name="Miller_1953">{{cite journal |last=Haldane |first=J. B. S. |title=The Origin of Life|journal=The Rationalist Annual |year=1929 |volume=148 |pages=3-10 |pmid=}}</ref>. Nokkuð víst er að þeir Oparin og Haldane hafa ekki vitað af verkum hvor annars á þessum árum, enda eru kenningar þeirra ólíkar í ýmsum grundvallaratriðum þó þær eigi það sameiginlegt að telja upphaf lífsins hafa orðið úr ólífrænu efni í sjó eða vatni. Helst ber í því sambandi að nefna að tilgáta Oparins gerir ráð fyrir að hæfileikinn til efnaskipta myndist á undan hæfileikanum til eftirmyndunar, en hjá Haldane er þetta öfugt. Þetta eru því snemmbær dæmi um það sem nefnt hefur verið ''eftirmyndunarkenningar'' annars vegar og ''efnakiptakenningar'' hins vegar<ref name="GudmEgg_2003">{{cite journal |author=Guðmundur Eggertsson |title=Uppruni lífs|journal=Náttúrufræðingurinn|volume=71 |pages=145-152 |year=2003 |pmid=}}</ref>. Það voru svo [[Stanley Miller]] og [[Harold Urey]] sem sýndu fram á myndun ýmissa lífrænna efna, þar á meðal [[amínósýra]] úr ólífrænu efni við [[oxun|afoxandi]] aðstæður líkt og álitið er að hafi verið til staðar á Jörðinni í árdaga<ref name="Miller_1953">{{cite journal |last=Miller |first=Stanley L. |title=Production of Amino Acids Under Possible Primitive Earth Conditions|journal=Science |year=1953 |volume=117 |pages=528-529 |pmid=13056598}}</ref><ref name="Miller_Urey_1959">{{cite journal |last=Miller |first=Stanley L. |coauthors=Harold C. Urey |title=Organic Compound Synthesis on the Primitive Earth |journal=Science |year=1959 |volume=130 |pages=245-251 |pmid=13668555}}</ref>.
 
==Heimildir==
<references/>
 
[[Flokkur:Uppruni lífsins]]