„Alfreð Flóki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Alfreð Flóki Nielsen''' ([[19. desember]] [[1938]] - [[18. júní]] [[1987]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[myndlist]]armaður. Hann sérhæfði sig í teikningu og var eini íslenski teiknarinn á sínum tíma. Myndir hans hafa vakið mikla athygli, þær eru myrkar, erótískar og grófar. Myndir hans hafa oftar en ekki valdið mikilli hneygsli meðal almennings. En margir heillast af listargáfu Flóka og sjá fegurðina í myndum hans. Alfreð Flóki var íslenskt séní sem dó langt fyrir aldur fram.
 
== Bernskuár ==
 
Hann fæddist [[19. desember]] [[1938]] á Óðinsgötu í [[Reykjavík]]. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir Nielsen og Alfreð Nielsen. Guðrún var dóttir Ingibjargar og Guðmundar Helgasonar frá Reykjum. Alfreð Nielsen var danskur í föðurætt, faðir hans hét Niels Christian Nielsen og vann hjá Det forenede Dampskibselskab DFDS, móðir hans hét Guðlaug Ólafsdóttir. Foreldrar Ingibjargar fluttust að Hlíð í Reykjavík árið 1917, þau fluttu þaðan á Óðinsgötu 4 þar sem Guðmundur hafði reist stórhýsi og þar ólst Alfreð Flóki upp fyrstu 12 árin sín. Þaðan Flutti Alfreð Flóki og fjölskyldan hans á Bárugötu 18.<ref>Nína Björk Árnadóttir. ''Ævintýrabókin um Alfreð Flóka'', Bls. 8,9, 17.</ref>
 
Alfreð Flóki fæddist fyrir tímann, móðir hans var sex mánuði á sjúkrahúsinu með blauta lungnabólgu og því tók Ingibjörg móðuramma Flóka að annast hann á meðan. Uppfrá því svaf hann alltaf inni hjá ömmu sinni á Óðinsgötunni, hann kallaði ömmu sína alltaf mömmu en móður sína kallaði hann Tótu.<ref>Nína Björk Árnadóttir. Bls. 8-9</ref>