Munur á milli breytinga „Kóreustríðið“

5.457 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
Á sauðausturenda Kóreuskagans er hafnarborgin Pusan. Þangað streymdu herflutningar Bandaríkjamanna en flutningar þeirra treystu á þá höfn. Fyrstu Bandarísku hermennirnir sem komu á vígstöðvarnar gátu lítð annað en tafið framrás AK. Á endanum héldu þeir aðeins hring umhverfis Pusan en þar náðist að koma upp stöðugri varnarlínu og sóknartilraunum AK gegn þessum hring var naumlega hrint m.a. með hjálp flughers Bandaríkjanna sem hafði algera yfirburði og varð herjum kommúnista afra skæðut allt stríðið. Hringurinn um Pusan var eina svæðið á Kóreuskaganum sem LK hélt enn svo að allt var komið undir vörnum þar. Með liðstyrk landgönguliða úr flotanum og her sem var fluttur frá Pusan gerðu hermenn Bandaríkjanna og LK óvænta innrás við Inchon, hafnarborg rétt hjá höfuðborginni Seoul, 14. september 1950. Þar voru varnir AK litlar og 25. sept náði Landgönguherinn Seoul og skar á flutningaleiðir AK. Við þetta kom upplausn í her AK sem sundraðist og flúði óskipulega um fjallendi norðureftir. Við þetta hafði taflið snúsist við. Höfnin í Pusan var örugg, verulegur bandarískur liðstyrkur og nokkuð af herjum fra öðrum aðildarríkjum SÞ voru komnir á vettvang og ráðrúm gafst til að koma reglu á her LK á meðan herir AK höfðu veikst verulega.
 
=== Norður fyrir 38. breiddarbaug ===
 
Eftrir viðsnúninginn sóttu herir SÞ og LK hratt norður, í byrjun október fóru þeir norður fyrir 38. breiddarbaug, náðu fljótlega P´yongyang (höfupborg AK) svo að stjórn AK varð að flýja norður. Þegar sóknin nálgaðist Yaluá, sem er á landamærum AK og Kína, voru umsvif herja AK orðin lítil en nálægðin við Kína olli áhyggjum. Herjum SÞ var ekki heimilað að hefja könnunarflug yfir Kína svo að lítið var vitað um hvað Kínverjar voru að gera en þegar hér var komið við sögu höfðu þeir safnað nokkur hundruðþúsund hermönnum og biðu eftir framrás herja SÞ og LK.
 
24. nóvember 1950 , en þá höfðu kínverskir hermenn þegar skotið upp kollinum, gaf McArthur út tilkynningu þar sem hann lýsti því yfir að hermennirnir kæmust heim fyrir jól en sóknin gekk inn í gildru Kínverja og fjaraði út 2 dögum síðar, en við tók hratt undanhald til að forðast innilokun og um jólin var víglínan kringum 38. breiddarbaug en undanhaldið hafði tekist án mikils mannfalls en telst engu að síður ósigur.
 
 
=== Deilur McArthurs ===
 
Eftir sóknina urðu miklar deilur milli stjórnarinnar í Washington og McArthurs sem var ósáttur við að hafa ekki fengið að ráðast á kínverskar birgðastöðvar í Mansjúríu og lagði fram tillögur hvernig ná mætti lokasigri með aðgerðum sem stjórn Bandaríkjanna óttaðist að gæfu af sér allsherjarstríð, jafnvel með kjarnorkuvopnum. Það endaði með því að McArthur var settur af í apríl 1951 og við tók Ridgeway sem hafði stjórnað landhernum í Kóreu.
 
 
=== Nýjar sóknartilraunir ===
 
Næsta vor reyndu herir kommúnista (AK og Kína) nokkrar sóknartilraunir, um nýár 1951 sóttu þeir fram og náðu Seoul en SÞ náðu henni aftur í mars. Eftir það reyndu kommúnistar nokkrum sinnum aftur sviapaðar sóknir en yfirleitt tókst herjum SÞ og LK að stöðva hana tiltölulega fljótlega og Seoul var ekki hertekin aftur. Sóknir og gagnsóknir kringum 38. breiddarbaug héldu áfram það sem eftir var stríðsins. SÞ nutu aðstoðar úr lofti en kommúnistar reyndu að athafna sig á nóttunni og náðu nokkrum árangri með því. Herjum SÞ og LK tókst að halda stöðunni þrátt fyrir að vera mikið fámennari. Mannfall meðal kommúnista var yfirleitt mun meira en Kínverjar höfðu mikinn mannafla til að fylla í skörðin.
 
 
=== Friðarviðræður ===
 
Eftir þennan hildarleik voru báðir aðilar sannfærðir um að það væri ekki þess virði að sameina Kóreu með valdi þannig að samningaviðræður hófust opinberlega í júlí 1951. Eftir það færðist víglína lítið en báðir aðilar héldu uppi árásum til að reyna að bæta stöðu sína í samningaviðræðunum, sumar þeirra með umtalsverðu mannfalli þó að bardagar yrðu yfirleitt ekki eins harðir og blóðugir og fyrsta árið. Undir lok ársins var búið að semja um helstu atriði önnur en lausn stríðsfanga. Það ver vegna þess að sumir stríðsfangar í haldi SÞ og LK voru raunar frá Suður Kóreu og höfðu verið neyddir í her AK og sumir Kínversku fangarnir vildu heldur ekki snúa aftur og LK vildi ekki senda fanga sem þeir héldu fram að svo væri komið fyrir til AK en AK og Kína féllust ekki á þetta.
 
5. mars 1953 dó Jósef Stalín og í kjölfarið ákvað forysta Sovétríkjanna að stríðið skyldi enda. Mao Zedong, leiðtogi Kínverja var ekki á sömu skoðun en Kínverjar voru háðir vopnum Sovétríkjanna og þurftu að láta undan. Loks komst á vopnahlé 27. júlí 1953. Mörkin milli AK og LK voru enn nálægt 38. breiddargráðu og hafa ekki færst síðan.
 
 
== Grimmdarverk ==
 
Þó að yfirleitt sé litið á Kóreustríðið sem deilu stórveldannna var þetta líka borgarstríð í Kóreu og þar voru framin mörg voðaverk.
Báðir aðilar frömdu fjöldamorð á andstæðingum sínum. Þegar AK náði Seoul hófust kerfisbundin morð á stjórnarmönnum í stjórn Syngman Rhee auk þess sem afar misjöfnum sögum fer um meðferð á stríðsföngum þó að stjórn AK hafi raunar lagst gegn óþarfa grimmdarverkum gegn stríðsföngum.
Það sem hefur hinsvegar ekki öðlast viðurkenninga á vesturlöndum fyrr en nýlega er þau fjöldamorð sem stjórn Syngman Rhee stóð fyrir. Fyrir innrásina í Suður Kóreu höfðu margit kommúnistar verið settir í fangelsi og til að koma í veg fyrir að þeir yrðu frelsaðir af AK var fyrirskipað að taka þá af lífi þegar innrásin hófst. Helst þessara fjöldamorða er þegar þúsundir fanga í Taejon voru skotnir og settir í fjöldagrafir og talið er að jafnvel 100 þúsund borgarar hafi verið teknar af lífi í svipuðum aðgerðum LK. Síðar skrifaði LK þessi morð á kommúnista sem frömdu einnig fjöldamorð á sömu slóðum þegar þeir hörfuðu eftir innrásina við Inchon, e.t.v. til að hefna fyrir fjöldamorð Suður-Kóreumanna.
Vegna hættu sem stafaði af skæruliðum kommúnista í Suður Kóreu kom fyrir að herir LK og SÞ skutu á eða gerðu loftárásir á óbreytta borgara en eftirá er ómögulegt að vita hve mikið var í raun skæruliðar. Mikið mannfall varð einnig vegna hungurs og vosbúðar í kjölfar eyðileggingar stríðsins, m.a. vegna loftárása SÞ á borgir í Norður Kóreu og auðvitað dó fólk einnig strax í loftárásunum.
 
 
44

breytingar