Munur á milli breytinga „Zulfikar Ali Bhutto“

m
ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: qu:Zulfikar Ali Bhutto)
m
[[Zulfikar Ali Bhutto]] (IPA: zʊlfɪkɑɽ ɑli botɔ) f. [[5. janúar]] [[1928]], d. [[4. apríl]] [[1979]], var pakistanskur [[stjórnmálamaður]]. Hann var [[forseti]] [[Pakistan]]s árin [[1971]] til [[1973]] og svo [[forsætisráðherra]] 1973 til [[1977]]. Hann stofnaði Þjóðarflokk Pakistans, (Pakistan People's Party (PPP)), sem er einn af áhrifamestu stjórnmálaflokkum í landinu.
 
Zulfikar Ali Bhutto var tekinn af lífi með [[henging]]u eftir mjög umdeild [[réttarhöld]], þar sem hann var sakaður um að hafa fyrirskipað morð á pólitískum andstæðingi. Grunur lék á að réttarhöldunum hefði verið stjórnað á bak við tjöldin og að [[Muhammad Zia-ul-Haq]] [[hershöfðingi]] hefði haldið þar um taumana. Í Pakistan er Bhutto oft kallaður Shaheed Zulfikar Ali Bhutto, en orðið shaheed þýðir [[píslarvottur]]. Eftir að hann var tekinn af lífi varð ekkja hans, Nusrat Bhutto, í forsvari fyrir Þjóðarflokk Pakistans og svo síðar dóttir þeirra, [[Benazir Bhutto]].