„Souphanouvong“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fr:Souphanouvong
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Prins '''Souphanouvong''' (fæddur [[13. júlí]] [[1909]], lést [[9. janúar]] [[1995]]) var, ásamt hálfbróður sínum prinsinum [[Souvanna Phouma]] og prinsinum [[Boun Oum]] frá [[Champasak]], hluti af ''Prinsaþrenningunni'' svo nefndu sem urðu eins konar tákn fyrir hinar þrjár stríðandi fylkingar í [[Laos]] frá [[1945]] til [[1975]], kommúnista, hlutlausa og konungssinna. Hann var einn aðalleiðtogi [[Pathet Lao]] og forseti [[Laos|Alþýðulýðveldisins Laos]] frá desember [[1975]] til ágúst [[1991]].
 
[[Mynd:Vieng Xai-Mr. Souphanouvong Cave.JPG|thumb|Inngangur að helli þeim þar sem Souphanouvong bjó í tíu ár á meðan seinni Indókínastyrjöldin stóð sem hæst]]
Lína 6:
Souphanouvong var menntaður [[Byggingaverkfræði|byggingarverkfræðingur]] frá [[Frakkland]]i og starfaði sem slíkur bæði í Laos og [[Víetnam]], aðallega við brúarframkvæmdir. Hann var mikill málamaður og hafði gott vald á minnst átta tungumálum, þar á meðal [[Latína|latínu]] og [[Gríska|grísku]]. Hann var kvæntur víetnömsku konunni Nguyen Thi Ky Nam og átti með henni tíu börn.
 
Souphanouvong var einn af leiðtogum Lao Issara-hreyfingarinnar sem barðist fyrir sjálfstæði Laos frá Frakklandi. Hann flúði 1945 til Víetnam eftir að tilraun til að skapa sjálfstætt Laos hafði verið barinn niður. Þar kynntist hann [[Ho Chi MInhMinh]] og varð fyrir miklum áhrifum af honum og hreyfingu [[Kommúnismi|kommúnista]].
 
Hann fékk viðurnefnið „rauði prinsinn“ og varð einn helsti leiðtogi og aðalfulltrúi út á við fyrir Pathet Lao-hreyfinguna og eftir valdatöku hennar varð hann fyrsti forseti Alþýðulýðveldisins. Souphanouvong hafði þó takmörkuð áhrif eftir valdatökuna, sá sem kom í hans stað sem leiðtogi var [[Kaysone Phomvihane]] sem fram að því hafði verið nánast óþekktur utan innsta kjarna kommúnista.