Munur á milli breytinga „Krabbamein“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 11 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
[[Mynd:Normal cancer cell division from NIH.png|thumb|right|'''A''' sýnir heilbrigða frumuskiptingu og sjálfvirkan frumudauða (1) og skemmda frumu (2). '''B''' sýnir stjórnlausa skiptingu þar sem engin sjálfvirkur frumudauði á sér stað.]]
'''Krabbamein''' eru [[SjúkdómarSjúkdómur|sjúkdómsgerðir]] sem einkennast af stjórnlausri [[frumuskipting]]u og þeim eiginleika [[Fruma|frumnanna]] að geta flust yfir í aðra [[líkamsvefur|líkamsvefi]] annaðhvort með því að vaxa yfir í aðlægan vef (''innrás'') eða flutningi frumna í fjarlægan vef (''[[meinvarp]]'') til dæmis um blóðrás. Þessi óvenjulega hegðun frumna orsakast af gölluðu [[DNA]], sem veldur [[stökkbreyting]]u mikilvægra [[gen]]a sem stjórna frumuskiptingu og annarri starfsemi. Ein eða fleiri slík stökkbreyting, sem getur verið [[Meðfæddur eiginleiki|meðfædd]] eða [[Áunnin eiginleiki|áunnin]], getur leitt til stjórnlausrar frumuskiptingar og myndunar [[æxli]]s. Æxli er hverskyns óeðlileg vefjanýmyndun, en getur verið annaðhvort [[illkynja]] eða [[góðkynja]]. Aðeins illkynja æxli gera innrás í nýjan vef eða valda meinvarpi.
 
Krabbamein getur valdið ýmsum sjúkdómum, en það veltur á staðsetningu, gerð meinsins og hvort meinvarp á sér stað. Til að fá úr því skorið þarf venjulega að gera ítarlega rannsókn á vefjasýni sem fæst með [[Vefjasýnistaka|vefjasýnistöku]]. Eftir greiningu er venjulega brugðist við með [[skurðaðgerð]], [[efnameðferð]] og eða [[geislameðferð]].
18.067

breytingar