„Skoðanakönnun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Skoðanakönnun''' er [[könnun]] á [[almenningsálit]]i með notkun [[úrtak]]s. Skoðanakannanir geta snúist um allt milli himins og jarðar: stuðning við [[stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokka]], smekk á [[matvara|matvöru]] eða afstöðu til [[fóstureyðing]]a svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður skoðanakannanna eru birtar með fyrirvara um [[skekkjumörk]], svonefnd [[öryggismörk]]. Skoðanakannanir eru alls ekki alltaf áreiðanlegar og niðurstöður þeirra geta verið fjarri lagi.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/26/kannanir_langt_fra_kjorfylgi/|titill=Kannanir langt frá kjörfylgi|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=26. apríl}}</ref>
 
==Saga==
Lína 5:
 
Árið 1936 brást The Literary Digest bogalistin en þá buðu [[Alf Landon]] og [[Franklin D. Roosevelt]] sig fram til [[forseti Bandaríkjanna|forseta Bandaríkjanna]]. Úrtak vikublaðsins var með meira en tvær milljónir lesendur en ritstjórar þess gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir endurspegluðu ekki kjósendur í heild sinni þar sem þeir voru mikið til vel stæðir Bandaríkjamenn sem studdu [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokkinn]]. The Literary Digest gaf því út að forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins myndi fara með sigur af hólmi. Um sömu mundir vann [[George Gallup]] könnun með minna þýði sem hafði verið valið með vísindalegri aðferð. Honum tókst að spá fyrir um stórsigur Roosevelts í kosningunum. The Literary Digest var lagt niður skömmu seinna en meiri eftirspurn varð eftir skoðanakönnunum.
 
==Tilvísanir==
{{reflist}}
 
{{stubbur}}