„Þykkvibær“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Þykkvibær er þekktur fyrir lítið annað en kartöflurækt en þegar að litið er í sögubækurnar er margt fleira sem vekur áhuga fólks og má þar til dæmis nefna sjósókn Þykkbæinga. Þrátt fyrir að sjósókn sé ekki stunduð í Þykkvabæ í dag þá var hún stunuð í aldaraðir hér á tímum áður og má í raun rekja þéttbýlismyndun Þykkvabæjar til sjósóknar. Elstu heimildir herma að á landnámsöld hafi skip komið að og farið frá Rangárós. Það var svo laust eftir 17. öld að ósinn stíflaðist og var ekki róið þar næstu 60-70 árin. Eftir það var farið að róa aftur frá Þykkvabæ en með mun meiri erfiðleikum og áhættu en áður. Það var árið 1896 sem að allur skipafloti Þykkbæinga eyðilagðist og lagðist þá útgerðin af þar til árið 1916 en þá gekk eitt skip frá Þykkvabæjarsandi. Skipunum fjölgaði svo eftir það og var fiska hluturinn orðinn meiri en í Þorlákshöfn um stund. Árið 1923 lá sjósókn niðri vegna þess að allir sem vetlingi gátu valdið voru að hlaða stíflu við Djúpós en komið verður að því hérna á eftir. Seint í mars árið 1955 var mannaður áttæringur til sjóferðar með 11 skipverjum. Þegar að báturinn var að komast úr ósnum hvolfdi honum með öllum skipverjunum en komust þeir þó allir lífs af. Merkilegt þykir að af þessum atburði náðist mynd í þann mund sem bátnum hvolfdi. Laskaðist báturinn eitthvað og eftir þetta slys lagðist sjósókn af.<ref>Oddgeir Guðjónsson o.fl. ''Sunnlenskar byggðir'' V. bls. 405</ref>
 
Lengi vel var haldið að Þykkvibær myndi leggjast af sökum vatnsflaumsins sem flæddi um hann allan. Vatnið eyðilagði engjarnar og ef svo ílla hittist á að sól skini í nokkra daga í röð meðan á heyskap stóð, varð vatnsflaumurinn svo mikill vegna hlaupa í vötnunum, að heyið flaut burt. Þykkbæingar fengu mest allt sitt hey úr Safamýrinni. Árið 1922 fór hún öll udnir vatn og sökum þess gátu Þykkbæingar ekki heyjað það sumar. 26. maí 1923 er merkur dagur í sögu Þykkvabæjar en þá hófu heimamenn miklar framkvæmdir við Djúpós. 90-100 menn tóku þátt í þessu mannvirki og var þetta talið með mestu mannvirkjum á þessum tíma. Það gekk á ýmsu meðan á þessum framkvæmdum stóð og var ekki alltaf útséð með hvort þetta tækist. En þann 4. júlí var stíflan fullgerð og þótti hún hið mesta mannvirki, en hún var 340 metra löng og 15 metra breið. Nú stendur minnisvarði við Djúpós til heiðurs þeirra sem tóku þátt í stílfugerðinni og til minningar um þetta merka mannvirki.<ref >Árni Óla. ''Þúsund ára sveitaþorp'' bls. 160</ref>
 
== Tilvísanir ==