„Venus (reikistjarna)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fiu-vro:Veenus
Lína 16:
 
==Líf==
 
Vegna ofangreindra þátta var talið að neðan við þykka skýjahulu sína væri Venus mjög lík jörðinni og að þar væri jafnvel líf að finna. Frekari rannsóknir hafa þó leitt í ljós að í mörgum veigamiklum atriðum er Venus gjörólík jörðinni og líklega sú reikistjarna innan sólkerfis okkar sem er hvað fjandsamlegust öllu [[líf]]i.
 
[[Þrýstingur]] [[lofthjúpur|lofthjúpsins]] við yfirborð Venusar er 90 [[loftþyngd]]ir. Þetta er nokkurn veginn sami þrýstingur og á 1 km dýpi í höfum jarðarinnar. Lofthjúpurinn er að mestu leyti gerður úr [[koltvíoxíð]]i (CO²) og honum má skipta í nokkurra kílómetra þykk lög sem samsett eru úr [[brennisteinssýra|brennisteinssýru]]. Það eru þessi skýjalög sem valda því að ókleift er að skoða yfirborð reikistörnunnar með [[sjónauki|sjónaukum]]. Þéttur lofthjúpur Venusar hefur valdið þar svokölluðum [[gróðurhúsaáhrif]]um, sem hafa valdið yfirborðshita upp á 450°C. [[Hitastigið]] er í raun tvisvar sinnum hærra en á Merkúríusi þrátt fyrir næstum í tvöfalt meiri fjarlægð frá sólinni.
 
Lengd dags á Venusi er fjandsamleg lífríki eins og þróast hefur á jörðinni. Einn dagur á Venus (einn snúningur plánetunnar um sjálfa sig) er ígildi 243 daga á jörðu. [[Ár]]ið er styttra á Venusi en dagurinn, það tekur plánetuna aðeins 224 daga að snúast um sólu.
 
Venus á sér mörg [[samheiti]] í íslensku. Má þar til dæmis nefna:'' Blóðstjarna'', ''Friggjarstjarna'', ''Glaðastjarna'', ''Kvöldstjarna'' og ''Morgunstjarna''.
 
== Tenglar ==