„Líftækni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HVN03 (spjall | framlög)
setti inn tengla
HVN01 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Sögu líftækni er hægt að rekja langt aftur í aldir. Hugtakið líftækni kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en [[1919]], en margt gerðist í sögu líftækni fyrir þann tíma þó það hafi ekki verið skilgreint sem líftækni. Bruggun bjórs er ein elsta líftæknilega aðferðin og hafa menn bruggað bjór síðan löngu fyrir Krist. Upp úr [[1600]] og fram að 20. öldinni voru gerðar mikilvægar uppgötvanir á sviði líffræðinnar. Menn öðluðust þekkingar á frumum, [[frumdýr]] og bakteríur voru skilgreindar, borið var kennsl á bakteríutegundir og aðferðir þróaðar til að lita og greina [[bakteríur]]. Menn öðluðust þekkingar á [[prótein|próteinum]], ensímum og [[litningur|litningum]].
 
Á fyrri hluta 20. aldarinnar og fram undir miðja öldina bættist enn í þekkingarflóruna. Gen voru tengd við ættgenga sjúkdóma, vaxtarhormón mannsins voru uppgötvuð sem og [[sýklalyf]] voru fundin upp. Sýnt var fram á um 1944 að DNA sé aðal undirstaða gena og í kjölfar þess voru gerðar rannsóknir og tilraunir sem tengdust [[DNA]] og á seinni hluta 20. aldarinnar urðu gífurlegar framfarir í þekkingu á DNA. Upp úr [[1980]] voru menn farnir að nýta þá þekkingu sem þeir höfðu um DMA og umritun þess og voru þá mýs fyrst klónaðar. Upp úr 1980 voru menn einnig farnir að erfðabreyta plöntum.<ref>Biotechnology Institute. http://www.biotechinstitute.org/what_is/timeline.html</ref>
 
Undanfarin 20 ár hefur hafa orðið gífurlegar framfarir í rannsóknum í [[erfðafræði]] sem hafa orðið til þess að lækningar og þekking á hinum ýmsu sjúkdómum hefur aukist. Þróun og framleiðsla lyfja hefur stóraukist með tilkomu rannsókna í líftækni. Lífræn efni eru þróuð úr hinum ýmsu afurðum og notuð til bætinga í matvælaiðnaði og snyrtivöruiðnaði. Síðastliðin ár, einkum á Íslandi hefur verið mikið lagt í rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum og eldsneytisframleiðslu með örverum. Líftækni hefur því þróast út í hátækniiðnað.