„Vatnsafl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 51:
Til þess að virkja vatnsföll þarf að byggja stíflu fyrir lón, koma fyrir stöðvarhúsi og setja upp túrbínur sem virkja vatnsaflið. Þetta skapar mikið rask í umhverfinu og fórnarkostnaður umhverfissins getur verið mjög mikill. Til þess að átta sig betur á umfangi vatnsaflsvirkjana höfum við gott dæmi á Íslandi.
 
Kárahnjúkavirkjun er stærsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi og er ein umdeildasta framkvæmd Íslands fyrr og síðar, gríðarmiklar umræður hafa verið um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar eins og skiljanlegt er þegar um er að ræða svo umfangsmikla framkvæmd. Kárahnjúkavirkjun tekur um 66 km^2² lands undir lón og stíflur. Áhrifasvæði er áætlað um 3000 km^2². <ref>Friðrik Sophusson. 2005. ''Staðhæfingar og staðreyndir um Kárahnjúkavirkjun''. Sótt 1. Nóvember 2008 af http://www.karahnjukar.is/article.asp?ArtId=1204&catID=405</ref>
Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á ósnortið víðerni við norðurjaðar Vatnajökuls er verulegt. Nærri lætur að víðernið muni skerðast um alls 925 km2km², einkum vegna Hálslóns og Hraunaveitu. <ref>Yngvi Þór Loftsson, Gísli Gíslason, Jón Gauti Jónsson (2001). Kárahnjúkavirkjun, mat á umhverfisáhrifum - Samantekt um ,,ósnortin víðerni”og sjónræn áhrif. Landmótun, Landsvirkjun.</ref>
 
Sjónræn áhrif af Kárahnjúkavirkjun eru sem dæmi: mannvirki; einkum stíflur, vegir og skurðir, haugsvæði og efnisnámur, miðlunarlón sem skapa nýtt og breytt landslag, breytilegt fjöruborð lóna, einkum Hálslóns, sem veldur fokhættu úr strandsvæðum og getur birgt sýn til landsins, minna og tærara vatn neðan stíflumannvirkja að stöðvarhúsi, sem kemur fram í skertu rennsli fossa og minni dyn í gljúfrum, dekkra vatn neðan stöðvarhúss vegna aukins magns uppleystra efna, breytingar á rennsli jökulánna í byggð, ýmist til aukins eða minna vatns, aurar Jökulsár á Dal gróa upp þar sem áin fær afmarkaðan farveg, neikvæð hughrif vegna skerðingar á víðernum.<ref>Yngvi Þór Loftsson, Gísli Gíslason, Jón Gauti Jónsson (2001). Kárahnjúkavirkjun, mat á umhverfisáhrifum - Samantekt um „ósnortin víðerni“og sjónræn áhrif. Landmótun, Landsvirkjun.</ref>