„Lífvirk efni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HVN02 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
HVN02 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Lífvirk efni eru..........
 
 
 
==Lífvirk efni úr sjávarlífverum==
 
Fundist hafa lífvirk efni úr möttuldýrum sem koma í veg fyrir að krabbameinsfrumur skipti sér: Efnið ''diazonamid A'' úr möttuldýrinu ''Dalazona angulata'', en efnið bindur sig við þunna próteinhimnu sem aðskilur litninga dótturfrumanna tveggja við frumuskiptingu sem veldur því að skiptingin stöðvast, krabbameinsfruman er því ófær um að vaxa og drepst á endanum<ref>Lifandi vísindi 16 tbl. bls 30-38. ''Lyfjaskápur framtíðarinnar''. (2006).</ref>. Einnig hafa verið einangruð efnin ''Didemnin B'', ''Aplidine'' og ''Ecteinascidin'' sem hafa verið prófuð sem lyf gegn krabbameini.<ref>Rinehart KL. (2000). ''Antitumor compunds from tunicates''. Medicinal Research reviews, 20, 1-27 </ref>
 
 
Þykkni úr Miðjarðarhafsþörungnum ''Padina pavonica'', sem er hafsbotnsþörungur, hefur í mörg ár verið notað gegn beinþynningu í konum á breytingarskeiði og endurbyggir gljúp bein aldraðra.<ref>Lifandi vísindi 16 tbl. bls 30-38. ''Lyfjaskápur framtíðarinnar''. (2006).</ref>
 
 
Einnig hefur fundist efni sem þróa má sem lyf fyrir slitgigt sem leiðir oft til bólgu í slímhúð í liðum. Þetta efni má finna í kóraldýrinu Pseudopteria elisabethae og kallast efnið ''pseudopetrosín''. Efnið hefur einnig græðandi áhrif á sár og virkni gegn öðrum bólgumyndunum.<ref>Lifandi vísindi 16 tbl. bls 30-38. ''Lyfjaskápur framtíðarinnar''. (2006).</ref>
 
 
Fundist hefur kúlufiskur sem myndar taugaeitur í húð og innyflum sem linar sársauka og verður bráðum notað sem verkjalyf. Eitrið heitir ''tetrodoxin'' og er framleitt af bakteríum sem eru í fiskinum.<ref>Lifandi vísindi 16 tbl. bls 30-38. ''Lyfjaskápur framtíðarinnar''. (2006).</ref>
 
 
Til eru bakteríutegundir í setlögum á hafsbotni sem hafa svipuð áhrif og sýklalyf og einnig eru nokkrar tegundir sem geta hamlað vexti krabbameinsfrumna. Ýmsar bakteríur og svampdýr framleiða efni sem hafa áhrif gegn astma.<ref>Lifandi vísindi 16 tbl. bls 30-38. ''Lyfjaskápur framtíðarinnar''. (2006).</ref>
 
Svampdýrið Haliclona framleiðir efni sem virkar gegn malaríu, berklum og eyðni.
Fundist hefur efni í kjötætuormi sem hægt er að nota gegn heilakölkun.<ref>Lifandi vísindi 16 tbl. bls 30-38. ''Lyfjaskápur framtíðarinnar''. (2006).</ref>