„Dísilvél“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Höldum heimildaskránni
Lína 1:
'''Dísilvélar''' eru sprengihreyfilsvélar sem ganga fyrir [[Dísilolía|dísilolíu]]. Þær draga nafn sitt af þýska verkfræðingnum Rudolf Christian Karl Diesel (1858 – 1913) sem fann upp dísilvélina þegar hann vann að því að finna upp vél með betri nýtni en gufuvélin hafði. Upphaflega hannaði Diesel vélina til að ganga á koladufti, næst gerði hann tilraunir með grænmetisolíu og loks með dísilolíu sem unnin var úr hráolíu.<ref>Britannica Online. (e.d.). Sótt 9. apríl 2009 af http://www.britannica.com/EBchecked/topic/162711/Rudolf-Christian-Karl-Diesel „Rudolf Christian Karl DieselDiesel“ (2009).</ref>
 
Dísilvélar ganga fyrir olíum sem innihalda kolvetniskeðjur sem samanstanda af um það bil 15 til 18 kolefnisatómum. Því til samanburðar ganga bensínvélar fyrir olíum sem innihalda kolvetniskeðjur úr 5 til 12 koletnisatómum. Kolvetniskeðjur dísilolíu hafa lægri sjálfskviknunarhitastig en kolvetniskeðjur bensíns, því þurfa dísilvélar ekki kerti til að kveikja í olíunni líkt og bensínvélar þurfa.<ref>Moore John W., Conrad L. Stanitski og Peter C. Jurs. (2008). ''Chemistry: The Molecular Science''. Ástralía: Thomson, Brooks Cole.</ref>
 
== HeimildirTilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Heimildir ==
* Moore John W., Conrad L. Stanitski og Peter C. Jurs. (2008). ''Chemistry: The Molecular Science'' (Thomson, Brooks Cole).
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/162711/Rudolf-Christian-Karl-Diesel „Rudolf Christian Karl Diesel“] (2009), ''Britannica Online'' (Sótt 9. apríl 2009).