„Þorsteinn Erlingsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þorsteinn Erlingsson''' ([[1858]] – [[1914]]) fæddist í [[Stóra-Mörk|Stóru-Mörk]] undir [[Eyjafjöll]]um og ólst upp í [[Hlíðarendakot]]i í [[Fljótshlíð]]. Hann varð stúdent úr [[Lærði skólinn|Lærða skólanum]] í [[Reykjavík]] 1883. Síðan hélt hann utan í Hafnarháskóla og las þar lög um tíma en lauk ekki prófi. Hann dvaldist alllengi í Höfn eftir að hann hætti námi og fékkst þá einkum við kennslu. Árið 1896 fór hann heim til Íslands og sneri sér að blaðamennsublaðamennsku. Varð hann fyrst ritstjóri [[Bjarki|Bjarka]] á [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]] og síðan [[Arnfirðingur|Arnfirðings]] á [[Bíldudalur|Bíldudal]]. Hann fluttist til Reykjavíkur árið [[1902]] og bjó þar síðan til æviloka. Hann gekk að eiga danska konu á Hafnarárum sínum en þau slitu samvistir. Seinni kona hans hét [[Guðrún J. Erlings]] og eignuðust þau saman tvö börn. Þorsteinn orti mikið og er ádeila á kirkju og ríkjandi hefðir í þjóðfélaginu ríkur þáttur í skáldskap hans. Að öðrum þræði var hann mikill unnandi þjóðlegra hefða og náttúru landsins og speglast hvort tveggja í ljóðum hans. Kveðskapur hans er léttur og lipur og má segja að í honum togist á [[raunsæi]] og [[rómantík]]. Ljóðasafn hans nefnist [[Þyrnar]]. Þorsteinn var mikill dýravinur og skrifaði dýrasögur. Þá fékkst hann og nokkuð við þýðingar.
 
==Heimild==