„Sléttbakur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
umskrifað
Lína 1:
{{Taxobox
'''Sléttbakur''' ('''hafurketti''', '''íslandssléttbakur''' og '''höddunefur''') ([[fræðiheiti]]: [[Balaena glacialis]]) er [[skíðishvalur]] af [[sléttbakaætt]]. Sléttbakurinn er með sveran bol, mjög stórt höfuð og frammjóan efra skolt. Sléttbakurinn hefur ekkert [[bæxli]] á bakinu, enda er hann einmitt nefndur svo, vegna þess að hann hefur slétt bak. Hann getur orðið allt að 18 m langur.
| name = Sléttbakur
| image = Eubalaena glacialis with calf.jpg
| image_caption = Sléttbakskýr með kálf
| status = EN
| status_system = iucn3.1
| status_ref =<ref>Reilly, S.B., Bannister, J.L. og fl., 2008</ref>
| image2 = Right whale size.svg
| image2_width = 250px
| image2_caption = Stærð sléttbaks miðað við meðalmannan
| regnum = [[Dýraríkið]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Spendýr]] (''Mammalia'')
| ordo = [[Hvalir]] (''Cetacea'')
| subordo = [[Skíðishvalir]] (''Mysticeti'')
| familia = [[Sléttbakar]] (Balaenidae)
| genus = ''Eubalaena''
| species = '''''E. glacialis'''''
| species_authority = ([[Otto Friedrich Müller|Müller]], 1776)
| binomial = ''Eubalaena glacialis''
| range_map = Eubalaena glacialis range map.png
| range_map_caption = Útbreiðslusvæði sléttbaks (blár litur)
}}
'''Sléttbakur''' ([[fræðiheiti]]: ''Eubalaena glacialis'' einnig ''Balaena glacialis''), einnig nefndur '''íslandssléttbakur''' og '''hafurketti''', er stór [[Skíðishvalir|skíðishvalur]] og er ein af þremur tegundum í ættkvíslinni ''Eubalaena'', ein á [[suðurhvel]]i og tvær á [[norðurhvel]]i (í [[Norður-Atlantshaf]]i og [[Kyrrahaf]]i). Auk þessara er einungis [[norðhvalur]] í ætt [[Sléttbakar|sléttbaka]] (''Balaenidae'').
 
== Lýsing ==
[[Mynd:Eubalaena blow.jpg|thumb|left|300 px|Sléttbakur hefur sérkennilegan kröftugan blástur í allt að 5 metra hæð og greinist í tvennt til hiðanna.]]
Sléttbakur er mjög gildvaxinn, ummál getur verið allt að 60% af heildarlengd. Hausinn er mjög stór, um 25-30% af heildarlengd. Kjafturinn er sérkennilegur en svipaður norðurhval, munnvikin rísa í stórum boga frá trjónunni yfir neðra kjálkabein og síðan í krappa beygju niður fyrir augun (augun eru aðeins fyrir neðan miðju á hliðunum). Bægslin eru stór og breið og fremur oddhvöss. Eins og nafnið bendir til hefur tegundin ekkert horn á bakinu. Sporðurinn er mjög breiður næstum 40 % af lengd hvalsins. Sléttbakur er mjög hægsyndur.
 
Að mestu er sléttbakurinn svartur á litin en hefur stundum óreglulega hvíta bletti á kviðnum. Þar að auki hafa sléttbakar næstum alltaf hvíta eða gulleita hrúðurbletti á yfirborði haussins.
 
Sléttbakar hafa stærstu [[Eista|eistu]] í dýraríkinu og vega þau samantals um eða yfir eitt [[tonn]].<ref>Omura og fl., 1969</ref>
 
Kýrnar eru heldur stærri en tarfarnir, allt að 17 metra á lengd og upp undir 90 tonn á þyngd.
 
== Útbreiðsla og hegðun ==
Á öldum áður var útbreiðslusvæði sléttbaks frá [[Flórída]] að norðurvesturströnd [[Afríka|Afríku]] í suðri og frá [[Nýfundnaland]]i, [[Grænland]]i og [[Ísland]]i að [[Noregur|Norður-Noregi]] í norður. Nú er hvalinn aðallega að finna við austurströnd [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Að sumarlagi heldur hann sig á norðlægum slóðum við fæðuöflun en að vetrarlagi á suðurhluta útbreiðslusvæðisins til að ala kálfa og makast.
 
Lítið er vitað um fæðuval sléttbaks en sennilega étur hann nánast eingöngu svifkrabbadýr. Hann veiðir með svo kallaðri sundsíun sem felst i því að synda með opin kjaft svo að sjórinn rennur stöðugt inn að framan og síast út í gegnum skíðin til hliðanna.
 
== Veiðar og fjöldi ==
Á 11. öld hófu [[Baskaland|Baskar]] veiðar á sléttbak og var það upphaf atvinnuveiða á hval. Það var aðallega lýsi sem var eftirsótt sem feitmeti, smurningu, [[kerti]] og [[sápua|sápu]]. Þar að auki voru skíðin notuð í [[krínólína|krínólínur]]. <ref>Trausti Einarsson, 1987</ref> Allt eftir því sem hvölum fækkaði í nágrenninu færðu Baskarnir sig á fjarlægari slóðir, meðal annars við Ísland á 16. og 17. öld (frá þeim tíma eru til þrjú basknesk-íslensk orðasöfn). Frá 17. og fram á 19. öld bættust Hollendingar, Danir, Frakkar og Bandaríkjamenni í hóp hvalveiðiþjóða. Við lok 19. aldar voru sárafáir sléttbakar eftir. Stofninn hefur verið alfriðaður frá [[1935]] en lítil merki eru um að stofninn sér í vexti. Talið er að meginhluti stofnsins sem heldur sig við Norður-Ameríku sé um 300 til 450 dýr og að í austurhluta Atlantshafsins séu nokkrir tugir.<ref>Kraus og fl. 2001</ref>
 
== Neðanmálsgreinar ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Heimildir ==
* Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, ''Hvalaskoðun við Ísland'' (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
* Reilly, S.B., J.L. Bannister, P.B. Best, M. Brown, R.L. Brownell Jr., D.S. Butterworth, P.J. Clapham, J. Cooke, G.P. Donovan, J. Urbán, og A.N. Zerbini, „Eubalaena glacialis“, ''2008 IUCN Red List of Threatened Species'' (IUCN 2008).
* Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn 19.2.2008. http://visindavefur.is/?id=7077. (Skoðað 13.4.2009).
* Páll Hersteinsson (ritsj.), ''Íslensk spendýr'' (Vaka-Helgafell 2005). ISBN 9979-2-1721-9
* Reeves, R., B. Stewart, P. Clapham og J. Powell, ''National Audubon Society Guide to Marine Mammals of the World'' (New York: A.A. Knopf, 2002). ISBN 0-375-41141-0.
* Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, ''Íslenskir hvalir fyrr og nú'' (Forlagið, 1997).
* Stefán Aðalsteinsson, ''Villtu spendýrin okkar'' (Reykjavík: Bjallan, 1987).
* Omura H. S. Oshumi, T. Nemoto, K. Nasu og T. Kasuya, ''Black right whales in the North Pacific''. Sci. Rep. Whales Res. Inst. 21:1-78, 1969
* Tausti Einarsson, ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939''. Sagnfræðirnnsóknir, Studia Historica 8. bindi (ristjóri Bergsteinn Jónsson) Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1987
* Kraus S.D., P.K. Hamilton, R.D. Kenney, A. Knowton, C.K. Slay, ''Reproductive parameters of the North Atlantic right whale'', J. Cetacean Re. Manage., Special Issue 2: 231-236, 2001
 
== Tenglar ==
{{Commons|Eubalaena glacialis|sléttbak}}
* {{Vísindavefurinn|4874|Hver eru 10 stærstu dýr heims?}}
* {{Vísindavefurinn|3685|Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?}}
* [http://www.wdcs.org: Whale and Dolphin Conservation Society]
* [http://www.dosits.org/gallery/marinemm/9.htm Innspilun á hljóði frá sléttbak. texti á ensku (U. of R.I., Office of Marine Programs)]
* [http://www.arkive.org/species/GES/mammals/Eubalaena_glacialis/more_moving_images.html Vídeó af sléttbak, texti á ensku]
 
{{Hvalir við Ísland}}
 
[[Flokkur:Skíðishvalir]]
{{Stubbur}}
 
[[ar:حوت شمال الأطلسي الصائب]]
[[bg:Бискайски кит]]
[[ca:Balena franca comuna]]
[[cs:Velryba černá]]
[[da:Nordkaper]]
[[de:Atlantischer Nordkaper]]
[[en:North Atlantic Right Whale]]
[[es:Eubalaena glacialis]]
[[eo:Nigra baleno]]
[[eu:Sardako balea]]
[[fr:Baleine franche de l'Atlantique Nord]]
[[ko:북대서양참고래]]
[[id:Paus Sikat Atlantik Utara]]
[[it:Eubalaena glacialis]]
[[lt:Pietinis banginis]]
[[hu:Északi simabálna]]
[[ja:タイセイヨウセミクジラ]]
[[no:Nordkaper]]
[[pl:Wieloryb biskajski]]
[[pt:Baleia-franca-do-atlântico-norte]]
[[sk:Veľryba biskajská]]
[[fi:Mustavalas]]
[[sv:Nordkapare]]
[[zh:北大西洋露脊鯨]]