Munur á milli breytinga „Forverar Sókratesar“

ekkert breytingarágrip
{{Heimspekisaga}}
'''Forverar Sókratesar''' (stundum kallaðir forverarnir, forsókratísku heimspekingarnir, frumherjar grískrar heimspeki eða frumherjarnir) eru þeir [[Heimspekingur|heimspekingar]] nefndir sem voru að störfum í [[Grikkland]]i fyrir daga [[Sókrates]]ar (469-399 f.Kr.) eða störfuðu innan þeirrar hefðar þrátt fyrir að sumir þeir yngstu hafi verið samtímamenn Sókratesar.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær varð grísk heimspeki til?“. Vísindavefurinn 22.8.2005. http://visindavefur.is/?id=5212. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Stundum eru [[fræðarar]]nir (sófistarnir) taldir með forverunum til hagræðingar í umfjöllun en fræðararnir tilheyrðu samt ekki sömu hefð.
 
Tímabil forvera Sókratesar einkenndist af frumspekilegum vangaveltum og tilraunum til þess að finna „uppsprettuna“ (''arkhe''), það sem lægi veruleikanum til grundvallar. Meðal mikilvægra heimspekingar þessa tímabils eru [[Þales]], [[Anaxímandros]], [[Anaxímenes]], [[Pýþagóras]], [[Herakleitos]], [[Xenófanes]], [[Parmenídes]], [[Zenon frá Eleu]], [[Melissos]], [[Empedókles]], [[Anaxagóras]], [[Levkippos]] og [[Demókrítos]].
Forverarnir höfnuðu oftast yfirnáttúrulegum skýringum á fyrirbærum náttúrunnar og leituðu rökréttra skýringa á grundvelli almennra lögmála. Margir þeirra leituðu svara við spurningum eins og:
 
* Hvaðan kemur allt?
* Úr hverju eru hlutirnir í raun og veru?
* Hvernig ber að útskýra margbreytileika náttúrunnar?
 
Aðrir fengust við afmörkuð vandamál, gátur og [[Þverstæða|þverstæður]], sem síðar urðu grunnurinn að [[stærðfræði]]legum, [[Vísindi|vísindalegum]] og [[heimspeki]]legum rannsóknarefnum. Margir veltu fyrir sér [[heimsfræði]]legum spurningum um uppruna og myndun alheimsins og líffræðilegum spurningum um uppruna lífssins. Síðari tíma heimspekingar höfnuðu flestir kenningum forveranna en tóku samt spurningar þeirra alvarlega.
 
== Heimspeki forveranna ==
=== Náttúruspekin í Jóníu ===
[[Mynd:Anaximander.jpg|thumb|left|100px|[[Anaxímandros]] frá Míletos]]
[[Mynd:Anaximenes.jpg|thumb|right|75px|[[Anaxímenes]]]]
Fyrstu heimspekingarnir komu fram í [[Grikkland|grísku]] borgunum í [[Jónía|Jóníu]] í [[Litla Asía|Litlu Asíu]]. Fyrsti heimspekingurinn er venjulega talinn vera [[Þales]] frá [[Míletos]].<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær varð grísk heimspeki til?“. Vísindavefurinn 22.8.2005. http://visindavefur.is/?id=5212. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Hann mun hafa haldið því fram að allt væri vatn og að allt væri fullt af guðum.
 
[[Anaxímandros]] kom einnig frá Míletos og var sagður hafa verið nemandi Þalesar. Hann taldi að kenning Þalesar, að allt væri vatn, gæti ekki staðist, því vatn gæti ekki verið uppspretta andstæðra afla, t.d. elds. Hann lagði því til að uppsprettan væri „ómælið“, sem væri órætt efni sem hefði alla eiginleika.
[[Anaxímenes]] er þriðji heimspekingurinn frá Míletos. Hann kom auga á að með þynningu og þéttingu gæti loft tekið við andstæðum eiginleikum, svo sem hita og kulda. Hann taldi þess vegna að loft hlyti að vera uppspretta alls annars.
 
=== Pýþagóras ===
[[Pýþagóras]] fæddist á eyjunni [[Samos]] en fluttist til Suður-[[Ítalía|Ítalíu]] og settist að í borginni [[Króton]] og stofnaði þar skóla. Hann var öðrum þræði [[Dulhyggja|dulhyggjumaður]] og skólinn hafði trúarlegt yfirbragð. Pýþagóras taldi að heimurinn lyti stærðfræðilegum lögmálum. Erfitt getur reynst að greina kenningar Pýþagórasar sjálfs frá kenningum lærisveina hans, því þeir höfðu það fyrir venju að eigna Pýþagórasi allar sínar uppgötvanir.
 
=== Herakleitos ===
[[Mynd:Heraclitus, Johannes Moreelse.jpg|thumb|right|130px|[[Herakleitos]] frá Efesos eftir [[Johannes Moreelse]]]]
[[Herakleitos]] fæddist í borginni [[Efesos]]. Hann þótti torskilinn og myrkur í máli.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?“. Vísindavefurinn 30.5.2007. http://visindavefur.is/?id=6659. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Herakleitos taldi að heimurinn væri sífellt að breytast og stæði aldrei í stað. Þessu lísti hann með dæmi um mann sem stígur fæti í rennandi á. Herakleitos sagði að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána því að í ánni væri sífellt rennandi nýtt vatn. Að baki breytingunum er þó stöðugleiki sem Herakleitos kallar ''lögmálið'' (''logos'').<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?“. Vísindavefurinn 30.5.2007. http://visindavefur.is/?id=6659. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Herakleitos valdi eldinn sem táknmynd lögmálsins og því er oft sagt að hann hafi haldið því fram að allt væri eldur.
 
Herakleitos geri mikilvægan greinarmun á sýnd og reynd, annars vegar og á afstæði og algildi hins vegar.
 
=== Xenófanes ===
[[Xenófanes]] frá [[Kólofon]] var gagnrýninn hugsuður sem gagnrýndi meðal annars trúarbrögðin. Hann hélt því fram að mennirnir hefðu fundið upp [[trúarbrögð]]in og benti á að ólíkar þjóðir hefðu ólíkar hugmyndir um guðina en allar héldu þá vera líka sér. Hann sagði einnig að ef kýr og hross gætu talað myndu þau segja að guðirnir væru nautgripir og hross.
 
Xenófanes gerði mikilvægan greinarmun á [[skoðun]] og [[þekking]]u og taldi að menn gætu ekki öðlast óhagganlega þekkingu.
 
=== Eleumenn ===
[[Mynd:Sanzio 01 Parmenides.jpg|thumb|right|130px|[[Parmenídes]] frá Eleu]]
Á grundvelli greiningar á sögninni „að vera“ leiddi Parmenídes rök að því að ekki væri til neinn mismunur og þar með væru hreyfing og breyting einungis tálsýn.<ref>Ólafur Páll Jónsson. „Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?“. Vísindavefurinn 12.7.2001. http://visindavefur.is/?id=1780. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Fornmenn sjálfir álitu rök Parmenídesar sýna að tilraunir fyrstu heimspekinganna (Þalesar, Anaxímandrosar, Anaxímenesar) til þess að finna einhverja ''eina'' uppsprettu sem útskýrði margbreytileika heimsins væru dauðadæmdar. Í kjölfarið komu fram ''fjölhyggjukenningar'' sem áttu að koma til móts við Parmenídes að einhverju leyti.
 
Nemandi Parmenídesar var [[Zenon frá Eleu]]. Hann setti fram frægar [[Þverstæður Zenons|þverstæður]] sem áttu að renna stoðum undir kenningar Parmenídesar og sýna að hugmyndir um hreyfingu og breytingu gengju ekki upp. Ein þverstæðan er á þá leið að maður komist aldrei á milli staða frá A til B vegna þess að fyrst þurfi maður að fara hálfa leiðina; en áður en maður getur það þarf maður að fara helminginn af þeirri vegalengd o.s.frv. endalaust. Þverstæðan kallast Tvískiptingin og er til í tveimur útgáfum sem eiga að sýna að maður komist aldrei á leiðarenda eða komist aldrei af stað yfirleitt. Önnur þverstæða Zenons, náskyld Tvískiptingunni, er öllu frægari og nefnist Akkilles og skjaldbakan. Hún á að sýna að Akkilles geti ekki unnið kapphlaup við skjaldböku sem fær ofurlítið forskot á Akkilles.
 
=== Fjölhyggjan ===
Fjölhyggjan varð til sem viðbragð við heimspeki Parmenídesar. Uppspretturnar voru nú taldar fleiri en ein og samspil þeirra átti að útskýra margbreytileika heimsins og möguleikann á hreyfingu og breytingu en sjálfar voru uppspretturnar taldar „parmenídískar“ verundir í einhverjum skilningi, varanlegar og óbreytanlegar.
 
==== Empedókles ====
[[Empedókles]] var frá borginni Akragas. Hann hélt fram tilvist fjögurra frumefna, vatns, lofts, elds og jarðefnis, og tveggja andstæðra afla, ástar og sundrungar. Aristóteles segir að Empedókles hafi fyrstur greint skýrt á milli frumefnanna fjögurra.<ref>Richard Parry, „Empedocles“, ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) http://plato.stanford.edu/entries/empedocles/ (Skoðað 15.4.2009).</ref> Empedókles taldi að með frumefnunum fjórum og frumöflunum tveimur mætti skýra margbreytileika heimsins og hvernig hreyfing og breyting geta átt sér stað.
 
==== Anaxagóras ====
[[Anaxagóras]] kom frá borginni Klasomenæ en bjó lengst af í Aþenu. Hann taldi að frumefnin væru óendanlega mörg og að þeim væri hægt að skipta niður í smærri einingar endalaust. Hann sagði að í öllum efnum væri eitthvað af öllum efnum,<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?“. Vísindavefurinn 11.6.2007. http://visindavefur.is/?id=6676. (Skoðað 15.4.2009).</ref> nema hug sem þó væri í sumu.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?“. Vísindavefurinn 11.6.2007. http://visindavefur.is/?id=6676. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Sókrates mun hafa lesið rit Anaxagórasar en orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að Anaxagóras notaði á endanum ekki hugmyndina um hugann til útskýringar, heldur hafi hann leitað efnislegra útskýringa á öllu.
 
Anaxagóras hélt því fram að líf væri að finna á öðrum hnöttum og að sólin væri ekki guð, heldur glóandi eldhnöttur, sem væri stærri en Pelópsskagi. Hann var ákærður fyrir guðlast og gerður útlægur frá Aþenu.
 
==== Eindahyggjan ====
[[Levkippos]] og [[Demókrítos]] voru upphafsmenn eindahyggjunnar. Þeir töldu að allt væri úr smáum ódeilanlegum ögnum, ódeilum (eða atómum), og að allar breytingar í heiminum bæri að útskýra sem nýskipan þessara einda.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?“. Vísindavefurinn 1.9.2005. http://visindavefur.is/?id=5236. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Þeir voru efnishyggjumenn og töldu að allt væri efnislegt, einnig sálin. Kenningunni fylgdi ítarleg greinargerð fyrir [[skynjun]].<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?“. Vísindavefurinn 1.9.2005. http://visindavefur.is/?id=5236. (Skoðað 15.4.2009).</ref>
 
Á hellenískum tíma þáði [[Epikúros]] mikið af þessari heimspeki í arf en í gegnum epikúrismann hafði eindahyggjan töluverð áhrif á heimspeki og vísindi á [[17. öld|17.]] og [[18. öld]].<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?“. Vísindavefurinn 1.9.2005. http://visindavefur.is/?id=5236. (Skoðað 15.4.2009).</ref>
 
== Listi yfir heimspekinga og skóla ==
''Öll ártöl eru f.Kr.''
* Míletosmenn
: [[Þales]] (fæddur um 625)
: [[Anaxímandros]] (610-546)
: [[Anaxímenes]] (585-525)
* Pýþagóringar
: [[Pýþagóras]] (582-496)
: [[Alkmaeon frá Króton]]
: [[Fílolás]] (480-405)
: [[Arkýtas]] (428-347)
* [[Herakleitos]] (535-475)
* [[Xenophanes]] (570-470)
* Eleumenn
: [[Parmenídes]] (510-440)
: [[Zenon frá Eleu]] (490-430)
: [[Melissos]] (fæddur um 470)
* Fjölhyggjan
: [[Empedókles]] (490-430)
: [[Anaxagóras]] (500-428)
: Eindahyggjan
:: [[Levkippos]] (5. öld)
:: [[Demókrítos]] (460-370)
* [[Fræðarar]] (sófistar)
: [[Prótagóras]] (481-420)
: [[Hippias]] (485-415)
: [[Pródíkos]] (465-390)
: [[Þrasýmakkos]]
: [[Antiphon]] (480-411)
* [[Diogenes frá Apolloníu]] (fæddur um 460)
 
== Tengt efni ==
* [[Fræðarar]]
* [[Sókrates]]
 
== HeimildirNeðanmálsgreinar ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Heimildir og ítarefni ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Pre-Socratic philosophy | mánuðurskoðað = 14. mars | árskoðað = 2006}}
* Barnes, Jonathan, ''The Presocratic Philosophers'' (London: Routledge, 1979/1982).
* Wilbur, J.B. og Allen, H.J., ''The Worlds of the Early Greek Philosophers'' (Buffalo: Prometheus Books, 1979).
 
== Tenglar ==
* {{SEP|democritus|Democritus}}
* {{SEP|empedocles|Empedocles}}
* {{SEP|leucippus|Leucippus}}
* {{SEP|pythagoras|Pythagoras}}
* {{SEP|paradox-zeno|Zeno's Paradoxes}}
* {{IEP|a/anaxagor.htm|Anaxagoras}}
* {{IEP|a/anaximan.htm|Anaximander}}
* {{IEP|a/anaximen.htm|Anaximenes}}
* {{IEP|d/democrit.htm|Democritus}}
* {{IEP|e/empedocl.htm|Empedocles}}
* {{IEP|h/heraclit.htm|Heraclitus}}
* {{IEP|l/leucippu.htm|Leucippus}}
* {{IEP|p/parmenid.htm|Parmenides}}
* {{IEP|p/pythagor.htm|Pythagoras}}
* {{IEP|t/thales.htm|Thales of Miletos}}
* {{IEP|z/zenoelea.htm|Zeno of Elea}}
* {{Vísindavefurinn|5208|Hver er saga grískrar heimspeki?}}
* {{Vísindavefurinn|5212|Hvenær varð grísk heimspeki til?}}
* {{Vísindavefurinn|17806659|Hver setti fram þá tilgátu að hreyfingHvaða væriáhrif ekkihafði til?Herakleitos, Erhvað húngerði sönnhann?}}
* {{Vísindavefurinn|52361780|Hver varsetti fram þá tilgátu að hreyfing hugsuðurinnværi Demókrítosekki ogtil? hvaðEr gerðihún hannsönn?}}
* {{Vísindavefurinn|6676|Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?}}
* {{Vísindavefurinn|5236|Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?}}
 
{{Forverar Sókratesar}}