„Háhitasvæði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
bý til heimildaskrá
Amk~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
== Saga jarðhitanýtingar ==
Talið er að maðurinn hafi öldum saman nýtt sér [[jarðhiti|jarðhita]] til að mæta ýmsum þörfum. Þar má nefna notkun til baða, þvotta, matseldar og iðnaðar. Ein frægasta [[laug|laugin]] á [[Ísland|Íslandi]] er líklega [[Snorralaug]].<ref>Franz Árnason (2008).</ref> Þá bendir ýmislegt til þess að [[jarðhiti]] hafi verið notaður til [[ylrækt|ylræktar]] t.d. í [[Hveragerði]] og [[Flúðir|Flúðum]]. Eins og nafn þeirra bendir til, voru voru [[Þvottalaugar|Þvottalaugarnar]] í [[Laugardalur|Laugardalnum]] lengi vel notaðar til þvotta og upp úr 1930 var farið að nota þær til [[húshitun|húshitunar]]. [[Laugardalur|Laugardalurinn]] telst þó til [[lághitasvæði|lághitasvæða]]. Þegar [[olíukreppa]] skall á árið 1970 hófst mikil vinna við að finna orkugjafa sem leysti olíu og kol af hólmi til kyndingar. Í dag eru opinberar [[hitaveita|hitaveitur]] á fjórða tug og litlar sveita[[hitaveita|hitaveitur]] tæplega tvö hundruð.<ref>María J. Gunnarsdóttir (2002).</ref>
 
Ítalir voru fyrstir til að nýta [[jarðhiti|jarðhita]] til [[raforka|raforku]]framleiðslu en þá var [[gufuvél]] tengd við [[rafall|rafal]]. Í kjölfarið var fyrsta [[jarðhita]]virkjun heims reist þar með 250 kW afköstum. <ref name="trivia"> sótt 15. apríl 2009 á [http://www.trivia-library.com/b/geothermal-energy-history-and-development.htm trivia-library.com] </ref> Í dag er afl [[virkjun|virkjunarinnar]] rúmlega 700 MW og til stendur að stækka hana í 1200 MW. <ref name="renew"> Boyle, Geoffrey (2004). ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. Oxford, UK:Oxford University Press </ref>
 
== Tilvísanir ==