„Hreyfiþroski“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
stafs.
Lína 10:
Stöðugt endurmat barns á aðstæðum og eigin getu er því nauðsynlegt til þess að það geti aðlagað hreyfigetu sína að nýjum veruleika.<ref>Adolph (2008): 213-218.</ref> Það að ná tökum á nýrri hreyfigetu kostar mikla vinnu og aðlögun hjá barni. Eftir að barn hefur náð góðum tökum á því að skríða og vanist því að komast frá einum stað til annars snögglega og örugglega þarf það að taka skref aftur á bak þegar það reynir að takast á við það að standa óstutt eða ganga. Barnið þarf að hægja á sér og horfast í augu við endalaus föll og það óöryggi sem felst í því að læra nýja hreyfingu. Á þessum tíma sést oft hvernig börn, sem eru farin að taka nokkur hikandi skref, skipta úr göngu í skrið til þess að komast fyrr á áætlunarstað.<ref>Adolph og Berger (2006): 161-213.</ref> Jafnframt hafa rannsakendur bent á að þroskamynstur barna sé háð [[menning|menningu]], líkamlegu hreysti og [[heilbrigði]] á fyrstu tveimur árum lífsins.<ref>Carruth og Skinner (2002): 88-96.</ref>
 
Þó að hreyfiþroski barna sé vissulega að mörgu leitileyti stigbundinn og til eru ákveðin viðmið þegar litið er til þroskastigs barns er mjög misjafnt hvernær heilbrigð börn ná tilteknu þroskastigi í hreyfiþroska, eins og til dæmis að sitja óstudd eða ganga.<ref>Carruth og Skinner (2002): 88-96.</ref> Ef hins vegar er um óvenjulega hægan hreyfiþroska að ræða getur reynst nauðsynlegt að kanna forsendurnar fyrir töfunum. Um gæti verið að ræða [[þroskahömlun]], líkamleg [[veikindi]], alvarlega vanrækslu en þó alltaf mögulegt að barnið sé fullkomlega eðlilegt.<ref>Berger (2005).</ref>
 
== Tilvísanir ==