„Hreyfiþroski“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Heimildaskrá, tilv. þurfa að vera nákvæmari
Lína 1:
'''Hreyfiþroski''' er skilgreindur sem þróun á getu barns til þess að hreyfa sig og hafa stjórn á [[líkami|líkama]] sínum. Við fæðingu eru hreyfingar barns ósamhæfðar<ref name="Fundamentals"> Kozier, B., Erb, G., Berman, A.J. og Snyder,S. (2004). Fundamentals of nursing: Concept, process and practice. (7. útg.). New Jersey: Pearson Prentice-Hall.</ref> en eftir því sem heilinn þroskast samfara aukinni skynreynslu barnsins, eykst [[hreyfigeta]] þess. Þroski [[heili|heilans]] fer að hluta til eftir skynreynslu barnsins og hreyfingu þess í upphafi lífs og því er mikilvægt að hlúa vel að þeim þáttum.<ref name="Developing person"> Berger, K. (2005). The developing person through the life span (6. útg.). New York: Worth Publishers.</ref>
 
Svissneski sálfræðingurinn [[Jean Piaget]] kallar þetta fyrsta stig í lífi einstaklinga [[skynhreyfistig|skynhreyfistigið]] (''sensorimotor stage'') og vill meina að í því felist að vitsmunir barns þroskist út frá [[skynjun]] og hreyfigetu.<ref>Berger name="Developing person"(2005).</ref><ref name="Fundamentals"/>Kozier, Erb, Berman, og Snyder (2004).</ref>
 
Fyrst um sinn einkennast hreyfingar barna einkum af óviljastýrðum viðbrögðum við ákveðnu [[áreiti]]. Í raun eru viðbrögðin barninu lífsnauðsynleg til þess að viðhalda [[súrefnisframboð|súrefnisframboði]] og [[líkamshiti|líkamshita]] og til þess að nærast.<ref>Berger name="Developing person"(2005).</ref> Óviljastýrðu viðbrögðin eru jafnframt undanfari [[grófhreyfing|grófhreyfingar]], hvort sem það er notkun handa, fóta eða þegar börn læra að ganga. Það sama á við um þróun [[fínhreyfing|fínhreyfingar]]. Til dæmis eru [[nýburar]] með sterkt óviljastýrt [[gripviðbragð]] en fljótlega fer það að geta teygt sig meðvitað í hluti og gripið um þá.<ref>Berger name="Developing person"(2005).</ref>
[[Mynd:Learning to walk by pushing wheeled toy.jpg|thumb|Barn lærir að ganga.]]
Börn mæta samt sem áður ýmsum áskorunum á þroskabraut sinni þegar litið er til hreyfiþroska. Líkami þeirra breytist mikið á skömmum tíma, leikni þeirra er í stöðugri þróun og fjölbreytileiki umhverfisins eykur enn á áskorunina.<ref name="Learning to move"> Adolph, K. E. (2008). Learning to Move. Current Directions in Psychological Science, 17(3),: 213-218.</ref> Þróun samhæfðrar hreyfingar, frá viðbrögðum til [[viljastýrður|viljastýrðrar]] hreyfingar, ræðst þannig bæði af breytingum hjá barninu sjálfu og á umhverfi þess. Í þvi felst að hreyfiþroski mótist af ótal samhangandi þáttum eins og mynsturmótun (''pattern generation''), [[málþroski|málþroska]], stöðustjórnun, næmni á [[sjónflæði]], styrk [[réttivöðvi|réttivöðva]], líkamlegum hömlum og hvata svo nokkur dæmi séu tekin.<ref name="Going Somewhere"> Gibson, E.J. og Sch[u]muckler, M.A. Schumuckler(1989). Going Somewhere: An Ecological and Experimental Approach to Development of Mobility. Ecological Psychology 1(1), 3-25.</ref>
 
Stöðugt endurmat barns á aðstæðum og eigin getu er því nauðsynlegt til þess að það geti aðlagað hreyfigetu sína að nýjum veruleika.<ref>Adolph name="Learning(2008): to move"213-218.</ref> Það að ná tökum á nýrri hreyfigetu kostar mikla vinnu og aðlögun hjá barni. Eftir að barn hefur náð góðum tökum á því að skríða og vanist því að komast frá einum stað til annars snögglega og örugglega þarf það að taka skref aftur á bak þegar það reynir að takast á við það að standa óstutt eða ganga. Barnið þarf að hægja á sér og horfast í augu við endalaus föll og það óöryggi sem felst í því að læra nýja hreyfingu. Á þessum tíma sést oft hvernig börn, sem eru farin að taka nokkur hikandi skref, skipta úr göngu í skrið til þess að komast fyrr á áætlunarstað.<ref name="Motor development"> Adolph, K. E. og Berger, S.E. (2006). Motor development. Í D. Kuhn og R.S. Siegler (ritstj.), Handbook of child psychology: Vol 2. Cognition, perseption and language (bls. 161-213). New York: John Wiley & Sons.</ref> Jafnframt hafa rannsakendur bent á að þroskamynstur barna sé háð [[menning|menningu]], líkamlegu hreysti og [[heilbrigði]] á fyrstu tveimur árum lífsins.<ref name="Healthy Children"> Carruth, B. R. og Skinner, J.D. (2002). Feeding Behavior and Other Motor Development in Healthy Children (2-24 Months). Journal of American Collage of Nutrition, 21(2),: 88-96.</ref>
 
Þó að hreyfiþroski barna sé vissulega að mörgu leiti stigbundinn og til eru ákveðin viðmið þegar litið er til þroskastigs barns er mjög misjafnt hvernær heilbrigð börn ná tilteknu þroskastigi í hreyfiþroska, eins og til dæmis að sitja óstudd eða ganga.<ref>Carruth name="Healthyog Children"Skinner (2002): 88-96.</ref> Ef hins vegar er um óvenjulega hægan hreyfiþroska að ræða getur reynst nauðsynlegt að kanna forsendurnar fyrir töfunum. Um gæti verið að ræða [[þroskahömlun]], líkamleg [[veikindi]], alvarlega vanrækslu en þó alltaf mögulegt að barnið sé fullkomlega eðlilegt.<ref>Berger name="Developing person"(2005).</ref>
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Heimildir ==
* Adolph, K.E., „Learning to Move“, ''Current Directions in Psychological Science'' '''17''' (3) (2008): 213-218.
* Adolph, K.E. og S.E. Berger, „Motor Development“, hjá D. Kuhn og R.S. Siegler (ritstj.), ''Handbook of Child Psychology: Vol 2. Cognition, Perception and Language'' (New York: John Wiley & Sons, 2006): 161-213.
* Berger, K., ''The Developing Person Through the Life Span'' (6. útg.) (New York: Worth Publishers, 2005).
* Carruth, B.R. og J.D. Skinner, „Feeding Behavior and Other Motor Development in Healthy Children (2-24 Months)“, ''Journal of American Collage of Nutrition'' '''21''' (2) (2002): 88-96.
* Gibson, E.J. og M.A. Schumuckler, „Going Somewhere: An Ecological and Experimental Approach to Development of Mobility“, ''Ecological Psychology'' '''1''' (1) (1989): 3-25.
* Kozier, B., G. Erb, A.J. Berman, og S. Snyder, ''Fundamentals of Nursing: Concept, Process and Practice'' (7. útg.) (New Jersey: Pearson Prentice-Hall, 2004).
 
== Tenglar ==