„Dagur B. Eggertsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
pl interwiki
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Dagur er menntaður [[læknir]] og hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2002, 2002-2006 fyrir Reykjavíkurlistann en síðan fyrir Samfylkinguna. Hann sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík í febrúar 2006. Hann skrifaði [[ævisaga|ævisögu]] [[Steingrímur Hermannsson|Steingríms Hermannssonar]], fyrrverandi [[forsætisráðherra]] Íslands. Hún kom út í þremur bindum á árunum 1998-2000.
 
Dagur tók við embætti borgarstjóra þann [[16. október]] [[2007]], eftir að meirihluti [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]] sprakk. [[Björn Ingi Hrafnsson]] sagði skilið við borgarfulltrúa [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] [[11. október]] [[2007]], en dagana á undan hafði verið misklíð innan meirihlutans um tilveru útrásararms [[Orkuveita Reykjavíkur|Orkuveitu Reykjavíkur]], þ.e. [[Reykjavik Energy Invest]]. Meirihlutinn á bak við Dag sem borgarstjóra samanstóð af borgarfulltrúum [[Samfylking]]arinnar, [[VinstrihreyfinginVinstri - Grænt framboðGræn|Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs]], [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]] og [[F-listinn|F-lista]].
 
[[21. janúar]] [[2008]] tilkynntu [[Ólafur F. Magnússon]], borgarfulltrúi F-listans, og [[Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson]], oddviti [[Sjálfstæðisflokkur|Sjálfstæðisflokksins]], að þeir hefðu ákveðið að mynda saman meirihluta með Ólaf sem borgarstjóra. Meirihlutinn tók við völdum [[24. janúar]] [[2008]] og lét Dagur þá af embætti borgarstjóra. Hafði hann þá setið í embætti í hundrað daga. Aðeins [[Árni Sigfússon]] hefur setið skemur í embætti borgarstjóra en Dagur.