Munur á milli breytinga „Stoðir“

2.097 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
→‎Fjárfestingar: + commerzbank
(→‎Fjárfestingar: + commerzbank)
===AMR Corporation===
FL Group fjárfesti, í desember [[2006]], í 5,98% hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu [[AMR Corporation]], móðurfélagi flugfélagsins [[American Airlines]]. Kaupverð var yfir 400 milljónir dala eða um 29 milljarðar íslenskra króna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2006/12/26/fl_group_kaupir_naerri_6_prosent_hlut_i_modurfelagi|titill=FL Group kaupir nærri 6% hlut í móðurfélagi American Airlines|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2006|mánuður=26.12.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2008}}</ref> Í febrúar [[2007]] jók FL Group hlut sinn í 8,63% og varð þar með stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Við þetta tilefni sagði Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, að stjórnendur fyrirtækisins bæru miklar væntingar til fjárfestingarinnar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255077|titill=FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=22.02.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2007}}</ref> Upp úr áramótum 2007 hækkuðu bréf AMR Corporation og töldu stjórnendur FL Group sig eiga um 10 milljarða króna óinnleystan hagnað af fjárfestingunni þegar gengið var sem hæst, en eftir það fóru bréfin lækkandi og þessi meinti hagnaður var horfinn í marsmánuði 2007.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/03/29/meintur_hagnadur_fl_af_amr_horfinn|titill=Meintur hagnaður FL af AMR horfinn|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=29.03.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2007}}</ref> Bréfin héldu áfram að falla á árinu 2007 og í lok nóvember seldi FL Group stærstan hlut eignar sinnar (hélt eftir 1,1%) sem hafði þá rýrnað um 15 milljarða króna á árinu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/11/30/fl_group_selur_bref_sin_i_amr|titill=FL Group selur bréf sín í AMR|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=30.11.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2007}}</ref>
 
===Commerzbank===
Í apríl 2007 tilkynnti FL Group að bankinn hefði fjárfest í hlutabréfum hjá þýska bankanum [[Commerzbank]], öðrum stærsta banka [[Þýskaland]]s og einum þeim stærsta í Evrópu. Keypt voru bréf að andvirði 63,5 milljarða íslenskra króna eða 723 milljónir evra sem var um 2,99% hlutur í bankanum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/04/27/fl_group_kaupir_hlut_i_commerzbank_fyrir_63_5_millj/|titill=FL Group kaupir hlut í Commerzbank fyrir 63,5 milljarða|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=27. apríl|mánuðurskoðað=9. apríl|árskoðað=2009}}</ref> Seinna á árinu var hlutur FL Group aukinn í 3,24% og þá var næststærsta einstaka eign FL Group.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/08/02/fl_group_med_3_24_prosent_hlut_i_commerzbank/|titill=FL Group með 3,24% hlut í Commerzbank|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=2. ágúst|mánuðurskoðað=9. apríl|árskoðað=2009}}</ref> Í byrjun árs 2008 seldi FL Group hluti í Commerzbank, lækkaði eignarhlut sinn úr 4,3% í 2,1% og nam tap vegna gengisfalls 2,6 milljörðum króna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/01/15/fl_group_hefur_selt_i_commerzbank/|titill=FL Group selur í Commerzbank|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2008|mánuður=15. janúar|mánuðurskoðað=9. apríl|árskoðað=2009}}</ref> Sérstök tilkynning fylgdi fljótlega eftir þar sem tekið var fram sérstaklega að salan hafi ekki verið þvinguð.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/01/17/ekki_thvingud_sala_i_commerzbank/|titill=Ekki þvinguð sala í Commerzbank|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2008|mánuður=17. janúar|mánuðurskoðað=9. apríl|árskoðað=2009}}</ref> Nokkrum dögum síðar hafði FL Group lækkað hlutdeild sína í 1,15%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/01/21/fl_selur_enn_i_commerzbank/|titill=FL selur enn í Commerzbank|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2008|mánuður=21. janúar|mánuðurskoðað=9. apríl|árskoðað=2009}}</ref>
 
===Aðrar fjárfestingar===
11.596

breytingar