„Fiskeldi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HVN01 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
HVN01 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 11:
Hálf-stríðeldi (''e. semi-intensive'') er nokkurs konar strjáleldi, en þó er reynt að örva og auka framleiðsluna með fóðrun og umhverfisbætandi aðgerðum. Þá er fóðrað með tilbúnu fóðri eða úrgangi (t.d. afskurði eða jafnvel plöntum) . Einnig gæti verið reynt að hafa áhrif á stofnstærð eða samsetningu í eldinu.
 
Í stríðeldi (''e. intensive'') er fjölda lífvera er haldið þétt saman á tiltölulega afmörkuðu svæði (kerum/kvíum o.s.frv.). Þar er reynt að aðlaga umhverfið að þörfum tegundarinnar og nýta það sem best. Reynt er að örva vöxt með fóðurgjöf og öðrum aðgerðum til að keyra framleiðsluna áfram. Þessi leið er gríðarlega kostnaðarsöm og orkuþörfin er mikil, öfugt við strjáleldi.<ref>Jennings, S., Kaiser, M. og Reynolds, J. (2008). ''Marine Fisheries Ecology ''(7. útgáfa). United Kingdom: Blackwell Science Ltd.</ref>
 
=== Eineldi og fjöleldi ===
Eineldi (''e. monoculture'') er þegar eingöngu ein tegund lífveru er alin í sömu eldiseiningu. Þetta er algengasti mátinn á Íslandi og í öðrum þróuðum löndum, og er yfirleitt notaður í stríðeldi. Þessi leið er kostnaðarsöm og gríðarlega tímafrek þar sem stjórnunin er mikil. Helsta ógnin eru sýkingar þar sem lífverurnar lifa oft mjög þétt og umhverfið veldur stressi.
 
Fjöleldi (''e. polyculture'') er algengast í jarðtjörnum eða í strjáleldi. Þar eru tvær eða fleiri tegundir aldar saman í sömu eldiseiningunni. Þá er t.d. ein tegund sem étur úrgang annararannarrar eða rántegund sem heldur földa annarrar tegundar í skefjum. Einnig hefur færst í vöxt að blanda saman fiskeldi og plönturækt. Fiskurinn bætir næringarefnum í eldisvatnið sem nýtt er á plönturnar.<ref>Jennings, S., Kaiser, M. og Reynolds, J. (2008). ''Marine Fisheries Ecology'' (7. útgáfa). United Kingdom: Blackwell Science Ltd.</ref>
 
===Fleiri form eldis===