Munur á milli breytinga „Ál“
→Almennt
Idioma-bot (spjall | framlög) m (robot Bæti við: fy:Aluminium) |
|||
Vegna þess hversu ál kemur sjaldan fyrir hreint var það áður fyrr álitið vera [[eðalmálmur]] verðmætara en gull. Árið 1884 var ál dýrara en silfur, gull eða [[platína]]. Ál hefur verið fjöldaframleitt í rétt rúmlega 100 ár.
Ál er mjög hvarfgjarn málmur sem myndar háorku-efnatengi við súrefni. Í samanburði við aðra málma er erfitt að vinna það úr málmgrýtinu, svo sem [[báxít]]i, vegna orkunnar sem þarf til að draga það út úr [[súrál]]i, öðru nafni [[áloxíð]]i (Al<sub>2</sub>O<sub>3</sub>). Til dæmis er bein [[afoxun]] með kolefni, eins og gert er við framleiðslu járns, ekki möguleg því ál er sterkara afoxunarefni en kolefni. Álið þarf því að vinna með [[rafgreining]]u, sú vinna á sér oftast stað í [[álver]]i. Í því ferli er súrálið leyst upp í bráðnu [[krýolít]]i. Álið dregst að öðru skautinu þannig að eftir stendur hreinn málmurinn. Rekstrarhiti
Rafgreiningin kom í stað [[Wöhler-ferli]]sins sem fólst í afoxun vatnsfirrts álklóríðs með [[kalín]]i. Bæði [[rafskaut]]in sem notuð eru í rafgreiningu áloxíðs eru kolefni. Þegar málmgrýtið er bráðið geta jónir þess ferðast frjálst. Hvarfið við bakskautið er
[[Mynd:Aluminium - world production trend.svg|thumb|Þróun álframleiðslu heimsins]]
Álframleiðsla með rafgreiningu með [[Hall-Héroult]]-ferlinu er mjög orkufrek, en allir aðrir ferlar hafa reynst dýrari eða verri fyrir umhverfið. Meðalorka á massaeiningu í álframleiðslu í heiminum er 15±0,5 [[kílóvattstund]]ir á kg framleidds áls (52-56 MJ/kg). Nýjustu bræðslur ná u.þ.b. 12,8 kWh/kg (46,1 MJ/kg). (Þetta má bera saman við [[hvarfvarmi|hvarfvarma]]nn, 31 MJ/kg, og [[Gibbsorka|Gibbsorku]] hvarfsins, 29 MJ/kg. Afoxunarlínustraumar fyrir eldri tæknir eru 100-200 kA, allranýjustu
Endurheimt málmsins með [[endurvinnsla|endurvinnslu]] er orðinn mikilvægur hluti áliðnaðarins. Í endurvinnslu er brotamálmurinn bræddur, en til þess þarf aðeins 5% orkunnar sem þarf til að vinna ál úr álgrýti. Umtalsverður hluti, allt að 2-15% ílagsins, tapast hinsvegar sem [[sori]] (öskukennt oxíð).<ref>{{cite web | title = Benefits of Recycling | publisher = Ohio Department of Natural Resources | url = http://www.dnr.state.oh.us/recycling/awareness/facts/benefits.htm}}</ref> Lítið bar á endurvinnslu þar til seint á 7. áratugnum, þegar vaxandi notkun [[drykkjardós]]a vakti almenning til vitundar um hana. Er nú svo komið að á [[Norðurlönd]]um, þar sem endurvinnsla álumbúða er mest í heiminum, skila sér u.þ.b. 85% þeirra. Í Bandaríkjunum er endurvinnsla hinsvegar mun skemmra á veg komin eða tæp 60% og mætti loka nokkrum álverum ef hlutfallið væri þar hið sama og á Norðurlöndum.
Raforka er 20-40% kostnaðarins við álframleiðslu, eftir staðsetningu
[[Mynd:Aluminium output2.PNG|thumb|Álframleiðsla í heiminum árið 2005]]
|