„Noam Chomsky“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Darkicebot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Noam Chomsky''' (fæddur [[7. desember]] [[1928]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[málvísindamaður]], [[rithöfundur]] og virkur þátttakandi í [[stjórnmál]]um. Hann er [[prófessor]] [[emeritus]] í [[Málvísindi|málvísindum]] við Massachussettes Institute of Technology ([[MIT]]). Þar hefur hann starfað síðan [[1955]].
 
Noam Chomsky hefur gefið út rit og haldið fyrirlestra um málvísindi, [[heimspeki]] og stjórnmál. Hann er þekktur fyrir baráttu sína fyrir auknu [[lýðræði]] og félagslegu réttlæti. Mikið hefur borið á honum frá því að á [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] stóð en hann hefur oft gagnrýnt utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Chomsky er gjarnan álitinn einn helsti hugsuður vinstrisinnaðra í Bandaríkjunum en hann forðast þó sjálfur að nota hugtakið „vinstrisinnaður“ um eigin stjórnmálaskoðanir. Sjálfur lýsir hann sé sem [[Frjálshyggju-jafnaðarstefna|frjálshyggju-jafnaðarmanni]]anarkista.
 
Árið [[1968]] gaf Chomsky út bókina ''The Sound Pattern of English'' ásamt málfræðingnum [[Morris Halle]]. Bókin er álitin vera grunnurinn að nútímamálvísindum, þar á meðal hugmyndinni um að tungumálið er meðfæddur eiginleiki („generatíf“ málfræði). Síðan hefur Chomsky talist vera einn fremsti málfræðingur og málvísindamaður nútímans.