„Swing & rock'n'roll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: ==Almennt um dansinn== Þegar amerískir swing dansar náðu til Noregs blönduðust þeir við dansa sem voru þar fyrir og úr varð Swing & Rock’n'Roll. Fótaburðurinn í dansinum …
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. apríl 2009 kl. 17:08

Almennt um dansinn

Þegar amerískir swing dansar náðu til Noregs blönduðust þeir við dansa sem voru þar fyrir og úr varð Swing & Rock’n'Roll. Fótaburðurinn í dansinum er ekki flókinn en dansinn býður upp á fjölbreytni í sporum og mörg stílbrigði. Hjá mörgum flinkum dönsurum má sjá að þeir hafa blandað saman mismunandi stílum og fundið þannig stíl sem hentar þeim best. Hægt er að dansa við bæði hæga og hraða tónlist en tæknin í dansinum breytist með hraðanum. Við hæga tónlist getur parið stöðugt reitt sig á stuðning frá hvoru öðru en eftir því sem herðist á tónlistinni þurfa einstaklingarnir að vera í jafnvægi óstuddir.

Í dansinum er hægt að gera bæði stökk og lyftur og herrar geta dansað við fleiri en eina og fleiri en tvær dömur í einu! Fær dansari getur breytt “groov-inu” eftir því hvernig tónlistin er.

Tenglar

Meðal staða sem bjóða upp á kennslu í swing & rock'n'roll á Íslandi eru: