„Salsa (dans)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salsa færð á Salsa (tónlistarstefna): Hjá Íslendingum eru sterkari tengls á milli salsa og dans en salsa og tónlistar. Auk þess er tónlistarstefnugreinin enn upplýsingalítill stubbur.
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{aðgreining}}
#tilvísun [[Salsa (tónlistarstefna)]]
 
==Uppruni==
 
Nafnið Salsa er af spænskum uppruna og er lýsandi fyrir uppruna dansins því Salsa er sambland af mörgum dansstílum sem má einna helst rekja til karabíska hafsins og Latín-Ameríku. Af dönsunum Mambo, Danzón, Guaguancó, Cuban Son og öðrum vinsælum dönsum þróaðist það sem við köllum Salsa í dag. Bæði í dansinum og Salsa tónlistinni má finna sterk afrísk áhrif.
 
Salsa er yfirleitt dansaður sem pardans en hann býður einnig upp á einstaklingsspor eða hringdansa með mörgum pörum þar sem allir dansa við alla. Listræn tjáning og félagsdans er stór hluti af Salsa en hann er einnig notaður sem keppnisdans og sýningardans.
 
==Mismunandi tegundir==
 
Til eru mismunandi tegundir af salsa, LA style, New York style og Cuban style.
 
Í LA style og New York style dansar parið á beinni línu, þar sem herrann færir sig af línunni á meðan daman færist fram og til baka eftir línunni, en í Cuban style dansar daman meira í kringum herrann. Helsti munurinn á LA style og New York style felst í því hvar áhersla á taktinn er. Í LA style hefst grunnsporið á fyrsta takti í tónlistinni en í New York style hefst grunnsporið á öðrum takti. Grunnsporin eru þó öll 6 takta spor.
 
Undir Cuban style mætti síðan flokka Rueda de Casino, eða Salsa rueda. Salsa rueda þróaðist í Havana, Kúbu, á árunum 1950-1960. Hér mynda pör dansara hring og danssporin eru kölluð af stjórnanda. Flest sporin fela í sér að skipt er um dansfélaga og því dansa allir við alla. Milli dansspora er síðan dansað grunnspor.
 
==Tenglar==