„Lúða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
Lúður eru seinkynþroska, hængar verða að meðaltali kynþroska 8 ára og um 90–110 sm, en [[hrygna|hrygnur]] að jafnaði 12 ára og 120–130 sm. Talið að [[hrygning]]artími lúðu við Ísland sé frá mars til maí og að lúðan hrygni djúpt suður af Íslandi á allt að 1000 m dýpi. [[Egg (líffræði)|Egg]] og [[seiði]] eru [[svif]]læg í 6–7 mánuði. Líklegt er talið að egg færist upp á við í sjónum eftir [[hrygning]]u og að seiðin berist með [[Atlantsstraumurinn|Atlantsstraumnum]] upp að suðurströnd Íslands. Ungviðið sest á botn þegar það er um 3–4 sm að lengd og eru [[uppeldisstöðvar]] lúðunnar á [[grunnsævi]] nálægt ströndu t.d. í [[Faxaflói|Faxaflóa]]. Lúðan heldur sig á uppeldisstöðvum þar til hún er orðin 3–5 ára en þá fer hún í dýpri sjó í leit að fæðu. Lúðan ferðast langar leiðir, sérstaklega áður en hún verður kynþroska. Merkingar hafa sýnt að lúður ferðast allt frá 500 km og upp í meira en 3 000 km. Lúðan yfirgefur hrygningarsvæði eftir hrygningu á vorin í ætisleit og ganga sumar hrygnur þá á grunnmið. Á haustin og í vetrarbyrjun leitar lúður aftur á hrygningarsvæði.
 
Munnlegar frásagnir eru til um að lúður hafi gengið á land á Suðurnesjum áður fyrr. Í Vogum voru munnmælasögur um að þar hefðu geysistórar lúður gengið á land á haustin upp úr 1780 en á þeim tíma var æti við land sem talið er að þær hafi sótt í. Á þessum árum voru miklar frosthörkur á vetrum og fraus gjarnan við land og talsvert út á flóann, en við þær aðstæður gekk lúðan á land en þó ekki mikið upp fyrir fjörukambinn. Nokkuð drapst þá af lúðu í túnum hjá bændum og var mikil búbót fyrir fátæklinga, en mestan part fóru þær aftur til sjávar þegar frost leysti. Nokkuð var um að bændur slátruðu lúðum með heykvíslum til að draga björg í bú. Sambærilegar frásagnir eru til úr Skagafirði frá því um miðja nítjándu öld.
 
== Lúðuveiðar við Ísland ==