„Bjarni Pálsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Reykholt1 (spjall | framlög)
Ahjartar (spjall | framlög)
Jók við textann
Lína 1:
'''Bjarni Pálsson,''' fæddur [[17. maí]] [[1719]] að [[Upsakirkja|Upsum]] á Upsaströnd ([[Dalvík]]), dáinn [[8. september]] [[1779]] að [[Nesstofa|Nesi]] á [[Seltjarnarnes]]i, var [[Ísland|íslenskur]] [[læknir]] og [[náttúrufræðingur]]. Foreldrar hand voru sr. [[Páll Bjarnason]] prestur á Upsum og Sigríður Ásmundsdóttir. Bjarni innritaðist í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1746]] og lagði þar stund á [[læknisfræði]] og [[náttúruvísindi]]. Hann lauk síðan læknanámi í september [[1759]] fyrstur Íslendinga. Bjarni var einn af boðberum [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarinnar á Íslandi]]. Hann var skipaður fyrsti [[landlæknir Íslands]] [[18. mars]] [[1760]] og bjó eftir það á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og síðan á Nesi þar sem nú er [[Nesstofa]] á Seltjarnarnesi. ÁrinÁ námsárum sínum [[1750]] og [[1752]]-[[1757]] ferðaðist hann um Ísland ásamt [[Eggert Ólafsson|Eggerti Ólafssyni]] á sérstökum styrk frá danska ríkinu. Þá gengu þeir félagar m.a. á [[Hekla|Heklu]] fyrstir manna svo vitað sé. Það var aðfararnótt 20. júní 1750 sem þeir stóðu á Heklutindi. Afrakstur ferðalaganna um landið var [[Íslandslýsing]], sem kölluð er ''[[Ferðabók Eggerts og Bjarna]]'' og kom út árið [[1772]] en hefur oft verið gefin út síðan.
 
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=420061&pageSelected=1&lang=0 ''Bjarni Pálsson landlæknir og Nesstofa''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976]
*[http://www.laeknabladid.is/2003/10/umraeda-frettir/nr/1388/ Nesstofa og landlæknar fyrri tíma]
 
 
== Heimildir ==
[[Steindór Steindórsson]] frá Hlöðum. ''Íslenskir náttúrufræðingar''. Reykjavík 1981.
 
[[de:Bjarni Pálsson]]