„Lon Nol“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ný síða: '''Lon Nol''' (fæddur 13. nóvember 1913, dáinn 17. nóvember 1985) var stjórnmálamaður og hershöfðingi í Kambódíu. Hann gegndi embætti …
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Lon Nol''' (fæddur [[13. nóvember]] [[1913]], dáinn [[17. nóvember]] [[1985]]) var [[stjórnmál]]amaður og [[hershöfðingi]] í [[Kambódía|Kambódíu]]. Hann gegndi embætti [[forsætisráðherra]] í tvígang og var auk þess [[varnarmálaráðherra]]. Þegar [[Norodom Sihanouk]] var erlendis, [[18. mars]] [[1970]], framkvæmdi Lon Nol valdarán í landinu, setti Sihanouk af og afnumdi konungsveldið og stofnaði ''Khmer Lýðveldið''. Óvíst er hversu stóran þátt [[Bandaríkin]] áttu í valdaráninu en vitað er að þau höfðu mikinn áhuga á því að koma Sihanouk frá völdum. Lon Nol krafðist þess að hersveitir [[Norður-Víetnam]] og skæruliðar frá [[Suður-Víetnam]] yfirgæfu Kambódíu. Austurhluti Kambódíu hafði orðið mikilvæg fluttningaleið og baksvæði í baráttunni gegn bandaríkjaher og bandamönnum þeirra í [[Víetnam]]. [[Rauðu khmerarnir]] hófu harða baráttu gegn stjórn Lon Nol og fengu Sihanouk prins í lið með sér. Fljótlega varð staðan sú að Lon Nol réði einungis yfir höfuðborginni, [[Phnom Penh]], og nokkrum öðrum stærri borgum en kommúnistarnir, undir forystu [[Pol Pot]]s, réðu yfir landsbyggðinni. [[1. apríl|Fyrsta apríl]] [[1975]] gafst Lon Nol upp og flúði til Bandaríkjanna, Rauðu khmerarnir tóku Phnom Penh [[17. apríl]] og tæmdu borgin á næstu dögum. Forsprakkar Khmer Lýðveldisins og fjölskyldur þeirra sem ekki komust úr landi voru öll drepinn. Lon Nol lést í Bandaríkjunum [[17. nóvember]] [[1985]].
 
==Ítarefni Tenglar ==
* [http://www.khmerkampongspeu.org/lonnol.htm General Lon Nol]
* [http://www.edwebproject.org/sideshow/history/coup.html The removal of Sihanouk]
* [http://www.timesonline.co.uk/article/0,,2102-1317961,00.html Pol Pot]
 
[[Flokkur:Kambódía|Nol, Lon]]
{{fde|1913|1985|Nol, Lon}}
 
[[da:Lon Nol]]