„Búnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Alexjean (spjall | framlög)
Fyrst það var ekkert um hann hér :)
 
Alexjean (spjall | framlög)
m lagaði aðeins
Lína 1:
'''Búnaðarbálkur''' er 160 erinda kvæði sem [[Eggert Ólafsson]] orti á [18. öld]]. Það tilheyrir [[Upplýsing|upplýsingaröldinni]]. Þá var það hugsað sem kennslukver í búskaparháttum og tileinkaði Eggert mági sínum séra [[Björn Halldórsson|Birni Halldórssyni]] í Sauðlauksdal verkið, enda er því haldið fram að hann hafi verið fyrirmynd Eggerts.
 
Kvæðið er talið vera það mesta sem Eggert orti og skiptist í þrjá hluta, fyrsti hlutinn nefnist Eymdaróður, annar kallast Náttúrulyst og þriðji ber nafnið Munaðardæla. Í Eymdaróði lýsir Eggert dökkum hliðum þjóðlífs, sakar fólk sinnar samtíðar um að grípa til heimsku í stað visku og gagnrýnir mikið hjátrú og fáfræði. Í Eymdaróði er lýst drungalegu lífi hjá hjátrúarfullum og lötum bónda. Notar Eggert óspart orð eins og myrkur og þoka um líf hans. Eggert hvetur til að á heimilum sé viðhöf guðrækni og að húslestrar séu stundaðir ásamt sálmasöng