„Íslenski hesturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ólöf (spjall | framlög)
Ólöf (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:IcelandicHorseInWinter.jpg|thumb|Íslenskur hestur, nálægt [[Krýsuvík]], í vetrarfeldi]]
'''Íslenski hesturinn''' er [[hestur|hestakyn]] sem er talið vera komið af [[norski lynghesturinn|norska lynghestinum]] og mongólska [[Przewalski hesturinn|przewalski hestinum]]. Víkingar fluttu með sér skandinavíska hesta þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en 1000 árum síðan. Íslenski hesturinn er ekki hár í loftinu miðað við mörg önnur hestakyn en aftur á móti er hann óvenju sterkbyggður, heilsuhraustur, þrautseigur og veðurþolinn. Íslenski hesturinn státar af [[jafnaðargeð|jafnaðargeði]] og vingjarnlegu eðlisfari og fyrir það hefur hann aflaði sér mikillar aðdáunar. Einnig er hann sterkari á taugum heldur en mörg stærri hestakyn. Algengast er að íslenski hesturinn lifi til 25 til 27 vetra en hann getur orðið yfir 30 vetra gamall. Hestar eru [[félagsvera|félagsverur]] og vilja vera í húsi eða á [[beitiland|beit]] með öðrum hestum. Íslenskir hestar gera ekki miklar kröfur til [[fóður|fóðurs]] eða húsaskjóls. Þar sem innflutningurInnflutningur hesta til landsins er bannaður hefur íslenski hesturinn því verið einangraður í nokkuð langan tíma. Hann hefur þvíog þróast óháð þróunum í öðrum heimsálfum.
 
== Gangtegundir ==
Íslenski hesturinn er þekktur fyrir sínar fimm ólíku gangtegundir; [[fet]], [[brokk]], [[stökk]], [[tölt]] og [[skeið (gangur)|skeið]]. Tölt, sem er fjórtakta hliðarhreyfing, er ekki einstakt fyrir íslenska hestinn. Töltið finnst í nokkrum hestakynjum í Ameríku, Suður Ameríku og í Asíu. Það sem hinsvegar gefur íslenska hestinum sérstöðu , er að enginn annar hestur er sýndur á 5fimm gangtegundum í keppni og sýningum. Töltið er fjórtakta hliðarhreyfing.
Gangtegundirnar eru ekki eðlislægar öllum hestum og er þeim skipt upp í tvo flokka, alhliða hesta og klárhesta með tölti. Alhliða hestar eru með allar fimm gangtegundirnar. Klárhestar með tölti eru ekki með skeið en hafa allar hinar gangtegundirnar. Yfirleitt er ein gangtegund ríkjandi hjá íslenska hestinum en til eru hestar sem eru [[jafnvígur|jafnvígir]] á allar gangtegundir.
 
==Litir==