„Virk skilyrðing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Heiða María (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Heiða María (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Í '''virkri skilyrðingu''' er gengið út frá því að einstaklingurinn sé virkur í umhverfinu, það er hann er hluti af umhverfinu. Hver hegðun á sér þannig [[afleiðing]]u og sú afleiðing hefur áhrif á hvort, og þá hversu oft, einstaklingurinn endurtekur þá hegðun. Þær afleiðingar sem auka eða styrkja þá hegðun sem þær fylgdu kallast [[styrkir|styrkjar]]. Hegðun sem leiðir til styrkir eykst en önnur hegðun minnkar.
 
Dæmi um þetta er rotta í tilraunabúri (sem einnig hefur verið kallað [[SkinnerboxSkinnerbúr]], kennt við sálfræðinginn [[B. F. Skinner]]) þar sem slá er á einum vegg búrsins. Ef rottan styður framfótunum á slána kemur matur niður í lítinn dall. Virkið (það er virka hegðunin) er það sem rottan gerir rétt fyrir styrkinn, það er sú hegðun að styðja framlöppunum á slána. Afleiðingin, hér maturinn, veldur því að rottan fer að styðja mun oftar á slána en áður.
 
Ef maturinn hættir að fylgja því að ýta á slána mun rottan fljótlega hætta því. Þá er talað um [[slokknun]] hegðunarinnar.