„Ólafur Þór Hauksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Þann [[13. janúar]] [[2009]] réð [[Björn Bjarnason]], þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, að höfðu samráði við fulltrúa allra þingflokka í allsherjarnefnd Alþingis, Ólaf sem sérstakan saksóknara í kjölfar bankahrunsins 2008. Ólafur mun veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti sem rannsaka á grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og kjölfar bankahrunsins, hvort sem það tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga, og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með saksókn. <ref>[http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6597 Dómsmálaráðuneyti.is]</ref>
 
Eftir að [[Egill Helgason]], blaðamaður og sjónvarpsmaður, tók viðtal við [[Eva Joly|Evu Joly]], sem er er einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota í Evrópu, en í því gagnrýndi hún fámennið í nefndinni sem rannsaka á efnhagshrunið og mælti með að þar ættu að vera að minnsta kosti 20-30 manns og faglært í alþjóðlegum efnhagsbrotum, tók Ólafur undir með henni. <ref>[http://www.visir.is/article/20090310/FRETTIR01/837930849 Ólafur fagnar gagnrýni Evu Joly; af Vísi.is]</ref> <ref>[http://www.visir.is/article/20090310/FRETTIR01/984081226 Joly: Brandari að fjórir starfi við rannsókn á bankahruninu; af Vísi.is]</ref> Þann [[18. mars]] 2009 var stutt viðtal við Ólaf á [[RÚV]] varðandi það að hann hefði ekki hafið rannsóknir á neinum efnahagsbrotum að eigin frumkvæði, en við það tækifæri nefndi hann að innan við 10 heimildarmenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu. Hann vildi ekki nefna hverjir það væruvoru. <ref>[http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456554/2009/03/18/1/ Viðtal við Ólaf Þór varðandi frumkvæði í rannsóknum; RÚV.is]</ref>
 
== Tilvísanir ==