„Hugræn meðferð“: Munur á milli breytinga

m
Flokkun
m (Wikkað dálítið. Orðalag lagfært aðeins.)
m (Flokkun)
{{Athygli|Hér þarf að taka mikið til hvað varðar tengla, uppsetningu texta og málfar.}}
 
Hugræn meðferð er notuð af klínískum sálfræðingum í meðferð m.a. vegna [[þunglyndi]]s.
 
==Kenningin ==
 
Þær kenningar sem liggja til grundvallar hugrænna meðferða eru að mörgu leiti líkar þeim hugmyndum sem liggja að baki kenningum [[sálaraflssinni|sálaraflssinna]]. [[Hugræn kenning|Hugrænar kenningar]] snúast, eins og nafnið bendir til, um [[hugarstarf]] einstaklingsins, rétt eins og [[sálaraflskenningar]]. Það er hins vegar mikilvægur greinarmun kenningunum tveimur. Á meðan sálaraflskenningar leggja mikla áherslu á [[duldar hvatir]], væntingar og þrár leggja þeir sem aðhyllast hugrænar kenningar áherslu á það hvernig fólk tekur við upplýsingum, hvernig það vinnur úr þeim og hvernig þær liggja til grundvallar túlkun einstaklingsins á umhverfinu. Kenningar [[hugfræðingur|hugfræðinga]] snúast um það að maðurinn safni, geymi, breyti og túlki í sífellu ytri upplýsingar.
Einnig er gert ráð fyrir því að upplýsingarnar séu að megninu til meðvitaðar og meðferðin byggir vanalega á hugsunum sem eru til staðar í stað þess að leita orsaka í fyrri reynslu mannsins. Dæmi um þetta er að fólk gerir sér í flestum tilfellum grein fyrir því að það hefur lítið [[sjálfstraust]] og sjálfstraustið mótast af mörgum þáttum. Einstaklingurinn hefur t.d. túlkað athugasemdir annarra, hann hefur túlkað mótlæti sem vanmátt o.s.frv. Með því að viðurkenna að hann hefur e.t.v. túlkað upplýsingar á rangan hátt, eða lagt of mikla merkingu í upplýsingarnar og að hann hafi því brugðist á rangan hátt við þeim, líkt og athugasemdum annarra, getur hann bætt sjálfstraustið. Kenningin leggur áherslu á að hugsanir einstaklingsins hafi haft áhrif á tilfinningar hans, öfugt við sálaraflssinna sem leggja oft áherslu á að tilfinningar (líkt og [[Ödipusarduld]]) hafi áhrif á hugsanir, og með því að breyta þessum hugsunum getur einstaklingurinn breytt tilfinningum sínum.
 
== Meðferðin ==
Í hugrænum meðferðum er það lykilatriði að einstaklingurinn geri sér grein fyrir eigin hugsunum sem hafa neikvæð áhrif á hann, endurskoði þær og "skipti þeim út" fyrir jákvæðari hugsanir og sem eru meira í takt við raunveruleikann.
 
3.119

breytingar