„Hollywood (skemmtistaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hollywood''' var [[skemmtistaður]] að [[Ármúli|Ármúla]] 5 í [[Reykjavík]] sem sérhæfði sig í [[diskó]]tónlist, tískusýningum og almennum glamúr. Staðurinn opnaði [[2. mars]] [[1978]] og lauk starfsemi sinni árið [[1987]]. Áður en Hollywood opnaði var þar staður sem hét ''Sesar'', en [[Ólafur Laufdal]] tók við rekstri hans, breytti staðnum og nafninu og rak hann með konu sinni Kristínu Ketilsdóttur. Þau seldu svo reksturinn árið [[1987]].
 
Staðurinn var opinn alla daga vikunnar, nema á miðvikudögum því á þeim degi var bannað að selja og veita [[áfengi]] á [[Ísland]]i. Rúmu ári eftir opnun Hollywood var önnur hæð byggð ofan á skemmtistaðinn, og við það stækkaði hann um helming og barirnir urðu átta. Inn á staðnum var auk þess [[sjoppa]] sem seldi [[sælgæti]], [[sokkabuxur]], [[snyrtidót]] og [[samlokur]] og annað smálegt. Einnig var hægt að kaupa þar ísmola þegar staðurinn lokaði, og hafa með sér í heimapartíin. Helstu [[plötusnúður|plötusnúðar]] staðarins voru þeir: Leópold Sveinsson, Áslákur og Daddi dídjei.
 
Árið [[1985]] stóð til að breyta húsi Vörumarkaðarins í risavaxið Hollywood., <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3167446 Frjáls verslun 1985]</ref> en úr því varð ekki.
 
== Ungfrúr Hollywood ==