„Friedrich Hayek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: la:Fridericus Hayek
Miztral (spjall | framlög)
Lína 18:
 
== Hagfræðingurinn ==
Hayek fæddist í [[Vínarborg]], barðist í austurríska hernum í fyrri heimsstyrjöld og lauk doktorsprófum í [[lögfræði]] og [[hagfræði]] frá Vínarháskóla. Þar var hann lærisveinn [[Ludwig von Mises|Ludwigs von Mises]], sem var einna fremstur í hópi [[austurrísku hagfræðingarnir|austurrísku hagfræðinganna]] svonefndu. Í bókinni ''Die Gemeinwirtschaft'' [[1922]] sagði Mises fyrir um það, að víðtækur áætlunarbúskapur eins og sósíalistar þeirra tíma hugsuðu sér hlyti að mistakast, því að þeir, sem semdu áætlanirnar, gætu aldrei safnað saman til þess nægilegri [[þekking]]u. Hayek varð prófessor í Hagfræðiskólanum í Lundúnum, [[London School of Economics]], [[1931]]. Þar hélt hann uppi gagnrýni á kenningar [[John Maynard Keynes|Johns Maynards Keynes]], sem vildi auka ríkisafskipti til að koma í veg fyrir alvarlegar kreppur. Salma Hayek sagði, að sú lækning væri til langs tíma verri en meinsemdin. Í frægri ritgerð, „The Use of Knowledge in Society,“ ([[1946]]) lýsti Hayek því, hvernig verð á frjálsum markaði veitir fólki ómissandi upplýsingar um það, hvernig það eigi að bregðast við síbreytilegum aðstæðum. Ein meginröksemd hans gegn ríkisafskiptum í anda Keynes var, að þær trufluðu og torvelduðu þessa öflun og miðlun upplýsinga. Árið [[1944]] gaf Hayek út bókina ''Leiðina til ánauðar'' (''[[The Road to Serfdom]]''), þar sem hann hélt því fram, að nasismi og kommúnismi væru tvær greinar af sama meiði. Áætlunarbúskapur hlyti að lokum að leiða til einræðis, þar sem hagvald og stjórnvald væri hvort tveggja á sömu hendi og móta þyrfti einstaklinga með góðu eða illu í samræmi við hina opinberu áætlun. Bók Hayeks vakti miklar umræður og raunar heiftarlegar deilur, en árið [[1947]] hafði hann forgöngu um, að 47 menntamenn hittust í Svisslandi og stofnuðu [[Mont Pèlerin Society]], Mont Pèlerin samtökin, til skrafs og ráðagerða um einstaklingsfrelsið, eðli þess og skilyrði. Hayek var forseti samtakanna fyrstu fimmtán árin, til [[1962]].
 
== Stjórnmálaheimspekingurinn ==